is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21359

Titill: 
  • Hinsegin tónar Tchaikovskys. Um tónlist Tchaikovskys og samkynhneigð í Þögninni eftir Vigdísi Grímsdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin Hinsegin tónar Tchaikovskys fjallar um hlutverk tónskáldsins Peter Ilyich Tchaikovskys og tónlistar hans í skáldsögunni Þögnin eftir Vigdísi Grímsdóttur. Tchaikovsky er þriðja aðalpersóna sögunnar ásamt alnöfnunum Lindu Þorsteinsdóttur og ömmu hennar, Lindu Þorsteinsdóttur eldri.
    Skoðað er hvernig Vigdís hefur unnið úr heimildum um tónskáldið og nýtt þær til að skapa skáldsagnapersónu í hans eftirmynd. Ljóst er að Tchaikovsky hefur verið bæði viðkvæmur og taugaveiklaður einstaklingur þjakaður af óöryggi. Hann upplifði mikil áföll í lífi sínu og honum hefur verið lýst sem þjáðum listamanni. Vanlíðan hans er að miklu leyti hægt að tengja við þá staðreynd að hann var samkynhneigður. Tchaikovsky lést fyrir aldur fram og dauðaorsök hans hefur verið umdeild en margir telja að hann hafi framið sjálfsmorð.
    Linda eldri og Tchaikovsky eru bæði jaðarmanneskjur sem loka sig frá umheiminum. Tchaikovsky er yfir og allt um kring í lífi Lindu eldri, tónlist hans er alltaf í huga hennar auk þess sem hann er fyrirmyndin að þeim snillingi sem hún vill gera Lindu litlu að.
    Amma Lindu ræður öllu í veruleika hennar en til að takast á við áhyggjur sínar skapar Linda yngri sér ímyndaðan vin. Sá vinur er enginn annar en Tchaikovsky. Samband þeirra þróast frá vinasambandi yfir í erótískt ástarsamband. Hann fylgir Lindu yngri um allt og er hennar helsti jafningi í lífinu. Þegar líður á verkið missir Linda tökin og Tchaikovsky og tónlist hans ná heljargreipum á lífi hennar.
    Tónlistarlegar vísanir eru áberandi í verkinu og tónlist Tchaikovskys leikur þar stórt hlutverk. Margar kenningar er að finna þess efnis að tónlist Tchaikovskys hafi einkennst af samkynhneigð hans og er því skoðað í ritgerðinni hvað einkennir samkynhneigða tónlist almennt sem og í verkum hans.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hinsegin tónar Tchaikovskys.pdf457.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna