is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2136

Titill: 
  • Örorka meðal kvenna á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér á landi hafa konur verið fjölmennari en karlar í hópi öryrkja til fjölda ára. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að konur eru fjölmennari en karlar í hópi þeirra sem fá metna örorku vegna stoðkerfisraskana og er munurinn mestur í hópi þeirra sem fá greininguna vefjagigt en konur eru 94% af þeim hópi. Í þessari rannsókn var leitað skýringa á meira algengi og nýgengi örorku meðal kvenna. Konur sem greindar hafa verið með örorku vegna vefjagigtar voru skoðaðar sérstaklega.
    Bakgrunnsupplýsingar um konur á örorkuskrá voru fengnar úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins og þær upplýsingar bornar saman við gögn af heimasíðu Hagstofu Íslands. Útreikningar voru gerðir í SPSS reikniforritinu. Tekin voru viðtöl við 9 konur sem hafa greinst með vefjagigt og eru á örorkuskrá.
    Niðurstöður sýna að algengi og nýgengi örorku hjá konum er hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. 10,9% kvenna á örorkuskrá hafa vefjagigt sem fyrstu greiningu á örorkumati og 10,7% hafa vefjagigt sem aukagreiningu á örorkumati, algengi vefjagigtar er hærra á landsbyggðinni. Konur með vefjagigt lýsa í viðtölum álagsþáttum í vinnufyrirkomulagi sem höfðu áhrif á starfsgetu þeirra. Þær telja sig geta stundað vinnu ef boðið væri upp á sveigjanleika á vinnumarkaði sem tæki tillit til þeirra sveiflna sem fylgja sjúkdóminum. Niðurstöður benda því til að huga þarf að því að fjölga hlutastörfum á vinnumarkaði þar sem boðið er upp á sveigjanleika í viðveru og vinnutíma.
    3

Samþykkt: 
  • 2.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asta_Snorradottir_fixed.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna