is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21385

Titill: 
  • Versta. Ritgerð. Ever. Textatengsl í The Simpsons
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sjónvarpsþáttinn The Simpsons og í henni er skoðað hvernig textatengsl birtast í þættinum. Þátturinn hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að hann var fyrst frumsýndur árið 1989, og ekki síst vegna þess hve virkur hann er í því að vekja upp tengsl við aðra texta.
    Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er hugtakið textatengsl skoðað. Sagt er frá sögu hugtaksins í örstuttu máli, og fimm tegundir textatengsla sem fræðimaðurinn Gerard Genette setti fram eru útskýrð. Þá er einnig sérstaklega talað um skopstælingu og ádeilu, sem eru hvort tveggja birtingarmynd textatengsla.
    Í öðrum hluta ritgerðarinnar er talað um sjónvarpsþáttaformið. Fyrst er fjallað stuttlega um framsetningu sjónvarpsþátta með auglýsingar til hliðsjónar, og svo er fjallað um gamanþáttaformið, og hvernig The Simpsons notar hefðina til að skapa sérstöðu. Sérstaklega er talað um hvernig sú staðreynd að The Simpsons er teiknaður þáttur hefur áhrif á framsetninguna, og hvernig það gerir það að verkum að auðveldara er fyrir þáttinn að skopstæla aðrar hefðir.
    Í fjórða hluta er viðfangið tvennskonar. Fyrst er skoðað hvernig aðstandendur þáttanna hafa beitt textatengslum til þess að skapa ímynd þáttarins, og þá sérstaklega í ljósi þess hvernig þátturinn kýs að leggja áherslu á hlutverk Matt Groening sem skapara þáttarins. Eftir það eru svo þrír þættir greindir með textatengsl til hliðsjónar. „Cape Feare“ er skopstæling af kvikmyndinni Cape Fear eftir Martin Scorsese, og eru tengsl þáttarins við myndina skoðuð, auk þess sem vakin verður athygli á hvernig svokallaðir innrömmunartextar geta haft áhrif á áhorfið. í „Homer‘s Enemy“ lítur þátturinn inn á við og skopstælir á ákveðinn hátt sjálfan sig, og í „Sideshow Bob Roberts“ er skoðað hvernig þátturinn notar menningarvitund áhorfandans og utanaðkomandi texta sem pólitísk verkfæri til að grafa undan trúverðugleika annara texta.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
I-Am-So-Smrt.pdf752.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna