is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21387

Titill: 
  • Ræður hugur hálfum sigri? Rannsókn á fyrirtækjahollustu og tengslum hennar við starfshegðun
  • Titill er á ensku Organizational commitment in relation to work behavior
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Framkvæmd var rannsókn til að kanna fyrirtækjahollustu (e. Organizational commitment) meðal starfsmanna hjá þremur íslenskum skipulagsheildum. Áhersla var lögð á að skoða mismunandi birtingarmyndir af fyrirtækjahollustu þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að hugtakið sé í eðli sínu margþætt. Notast var við þriggja þátta hollustulíkan John P. Meyers og Natalie J. Allen (1991) sem nefnist Three-Component Model (TCM), en það byggir á kenning þeirra um þríþætta fyrirtækjahollustu. Hollustuþættirnir þrír eru tilfinningabundin hollusta (e. affective), stöðubundin hollusta (e. continuance) og skyldubundin hollusta (e. normative). TCM spurningalistinn var þýddur úr ensku yfir á íslensku og forprófaður áður en hann var sendur út á þátttakendur. Úrtakið afmarkast við 580 starfsmenn og var svarhlutfall 61%.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig starfsmenn tengjast fyrirtækinu eða stofnuninni sem þeir starfa hjá ákveðnum hollustuböndum og hvaða áhrif slík tengsl hafa á tvær gagnstæðar birtingarmyndir af vinnusemi, helgun í starfi (e. work engagement) og vinnufíkn (e. workaholism). Til að fá samanburð við nýlegar íslenskar rannsóknir á fyrirtækjahollustu voru tengsl hollustuþáttanna við lýðfræðilegar breytur einnig könnuð. Niðurstöðurnar benda til þess að kyn, aldur og starfsaldur þátttakenda hafi tengsl við hollustuþættina. Að fordæmi erlendra rannsókna voru skilgreindar sex ólíkar samsetningar af hollustuþáttunum, svonefndir hollustuprófílar (e. commitment profiles). Ekki reyndist vera marktækur munur á vinnufíkn á milli ólíkra hollustuprófíla. Aftur á móti var marktækur munur á helgun í starfi á milli hollustuprófíla. Helgun í starfi reyndist vera mest meðal starfsmanna sem tilheyra hollustuprófíl með samspili af ríkjandi tilfinninga- og skyldubundinni hollustu. Heilt á litið benda niðurstöðurnar til þess að það geti verið villandi að skoða aðeins hvern hollustuþátt fyrir sig þar sem samspil allra þriggja þáttanna virðist gefa betri mynd af tengslum þeirra við hugarfar starfsmanna og starfshegðun.
    Lykilorð: Viðskiptafræði, Fyrirtækjahollusta, Hollustuprófílar, Helgun í starfi, Vinnufíkn, Hugarfar starfsmanna, Starfshegðun, Starfsánægja, Auðlindasýn, Innri styrkur fyrirtækja

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ræður_hugur_hálfum_sigri.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna