is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21391

Titill: 
  • Einhyggja, fjölhyggja og stjórnarfar. Siðagagnrýni Isaiah Berlins og jafnvægislist í heimi gildaárekstra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimspekingnum Isaiah Berlin varð tíðrætt um einhyggju og fjölhyggju í greiningu sinni á hugmyndastraumum sögunnar. Einhyggju (e. monism) kallar hann þær kenningar sem boða algildar og samrýmanlegar lausnir á vandamálum siðferðis og stjórnmála. Berlin taldi þennan þankagang hafa einkennt vestræna siðfræði og stjórnmálaheimspeki allt frá dögum Sókratesar og Platóns. Heppilegra væri að líta á heiminn frá sjónarhóli fjölhyggju (e. pluralism), kenningar sem viðurkennir ágreining og árekstra milli ólíkra gilda og markmiða sem óhjákvæmilegan og eðlilegan hluta af siðferðilegum veruleika mannsins. Í fyrri hluta þessarar ritgerðar sýni ég hvernig beita má hugtakapari Berlins sem greiningartæki þegar fjallað er um vestræna siðfræðihefð. Í seinni hlutanum velti ég fyrir mér hvaða þýðingu fjölhyggjan hefur fyrir stjórnmál og samfélag.
    Fjölhyggjan og siðferðilegar lágmarkskröfur hennar eru ekki aðeins sterkt vopn gegn alræðishyggju og kúgun heldur gagnast þær okkur einnig til að stemma frjálslyndisstefnuna af og koma í veg fyrir að hún verði ofstæki eða einhyggju að bráð. Grunnstef frjálslyndishefðarinnar fela í sér sams konar virðingu fyrir manninum og fjölhyggjan. Slík grunnstef, eða þumalfingursreglur í ætt við þau, verður að hafa að leiðarljósi ef ætlunin er að þoka samfélaginu í fjölhyggjuátt.
    Þrátt fyrir sameiginlegt svipmót fjölhyggju og ýmissa frjálslyndiskenninga getur fjölhyggjumaðurinn ekki fallist á frjálslyndisstefnu sem algilda lausn, hið eina rétta stjórnarfar fyrir alla menn á öllum tímum. Fjölhyggjan varðar veginn til stjórnmála og stjórnarfars þar sem einstrengingslegri hugmyndafræði og allsherjarlausnum er hafnað, unnið er gegn þeim meinsemdum sem stríða gegn lágmarkskröfum siðferðis og kappkostað að tryggja fólki tækifæri til að eltast við ólík gildi og markmið í opnu samfélagi.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
einhyggja,fjolhyggja og stjornarfar.pdf654.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna