is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21405

Titill: 
  • Öl- og gosdrykkjagerð á Íslandi. Öl-­ og gosdrykkjagerð frá 1905 til 1990
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangs efni þessarar ritgerðar er öl- og gosframleiðsla á Íslandi frá árinu 1905 til ársins 1990. Rekin verður saga einstak fyrirtækja sem stunda öl- og/eða gosdrykkja framleiðslu á Íslandi. Einungis verða tekin fyrir þau fyrirtæki sem höfundi finnst hafa markað þetta tímabil í þessum iðngreinum.
    Í fyrsta kafla verður fjallað um sögu ölgerðar á Íslandi, eða öllu heldur fyrir tíma humla og eftir tíma humla og hvernig framleiðslan hefur þróast.
    Í öðrum kafla verður fjallað um gosdrykkjaframleiðslu og saga hennar rekin en heimildir um þá iðju eru mun færri heldur en heimildir um ölgerð.
    Í þriðja kafla tekin fyrir gosdrykkjaframleiðslan Sanitas sem var stofnuð árið 1905 af Gísla Guðmundssyni og saga og þróun hennar rekin til ársins 1990. Í þeim kafla eru þrír undirkaflar sem Sanitas annað hvort keypti eða sameinaðist.
    Í fjórða kafla er fjallað um Ölgerðina Egill Skallagrímsson sem var stofnuð árið 1913 af Tómasi Tómassyni og saga hennar og þróun rekin til ársins 1990. Í þeim kafla eru tveir undirkaflar sem fjalla undir ölgerðir sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson tók yfir eða þurrkaði útaf samkeppnissviðinu.
    Fimmti kafli fjallar um verksmiðjuna Vífilfell hf., en hún framleiðir einnig öl og gosdrykki. Það fyrirtæki var stofnað 1942 af Birni Ólafssyni og er yngsta fyrirtækið sem tekið er fyrir í þessari ritgerð. Í þeim kafla er saga og þróun fyrirtækisins rekin.
    Í sjötta kafla er síðan fjallað um vörutegundir og innflutning og innlenda framleiðslu þessara iðngreina á Íslandi. Kaflinn skiptist í 3 undirkafla þar sem fyrst er fjallað um vörutegundirnar. Í öðrum er fjallað um innflutning til Íslands á drykkjarvörum þessum til Ísland og sett í samhengi við utanaðkomand áhrif og í hinum er fjallað innlenda framleiðslu á maltöli, gosdrykkjum, öðru óáfengu- og áfengu öli á Íslandi og það sett í samhengi við einstaka vörur frá áðurnefndum fyrirtækjum.
    Niðurstöðurnar voru þær að einhver ölgerð var á Íslandi áður en bjórbannið var afnumið á Íslandi árið 1989 en mest af því fór í 'útflutning' og svo seinna fóru þeir að selja ölið til sendiráða en eitthvað af ölinu fór einnig á Keflavíkurflugvöll. Gosdrykkjagerð á Íslandi var mun frumlegri fyrr á öldum en hún er nú. Utanaðkomandi höfðu áhrif á bæði innflutning og innlenda framleiðslu á Íslandi .

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öl- og gosdrykkjagerð á Íslandi, pdffæll.pdf940.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna