is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21414

Titill: 
  • „Á meðan allt gengur smurt þá er maður svo sem ekkert að spá svo í þessu þannig séð“ : um verkaskiptingu á heimilinu hjá ungu fjölskyldufólki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í samfélagslegri umræðu heyrist oft nefnt að minnka þurfi kynbundinn launamun og jafna möguleika kynjanna úti á vinnumarkaðinum. Nokkuð hefur verið horft til þess að konur vanti í stjórnunarstöður og ýmis æðri störf og hefur meðal annars verið gripið til aðgerða eins og kynjakvóta í stórfyrirtækjum. Töluvert minna hefur farið fyrir umræðu um jafnrétti inni á heimilum. Rannsóknir sýna að þó munurinn á þátttöku kynjanna í heimilisstörfunum hafi minnkað á síðustu árum, þá er það enn svo að konur bera meiri ábyrgð á heimilisstörfum en karlar. Auk þess litast verkaskiptingin á heimilinu gjarnan af hefðbundnum viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna. Það má velta því fyrir sér hvernig á því standi að jafnvel þó við búum í landi þar sem hvað mest jafnrétti ríkir í heiminum þá sé það enn svo að ábyrgð á heimilisstörfum er ekki jafnt skipt. Orðræða samfélagsins virðist gera ráð fyrir að jafnrétti ríki á heimilinu á sama tíma og íhaldssöm viðhorf um eðlislægan mun á konum og körlum lifa hér góðu lífi. Í þessari rannsókn er verkaskipting á heimilum hjá ungu fjölskyldufólki skoðuð. Kannaðar eru þær skýringar sem fólk gefur á verkaskiptingunni á heimilinu og hvernig það hefur komist að samkomulagi um þá verkaskiptingu. Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem viðtöl voru tekin við 4 einstaklinga (2 pör) og reynt að komast að því hvað það er sem stýrir verkaskiptingunni á heimilinu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að þó fólk sé jafnréttissinnað þá eru hefðbundnar hugmyndir um að kynin séu ólík og leggi því áherslu á ólíka hluti töluvert áberandi. Eins virðist fólk ekki semja sín á milli um hvernig verkaskiptingunni inni á heimilinu skuli háttað, heldur virðist verkaskiptingin hafa orðið til án þess að fólk geti beinlínis gefið skýringar á tilurð hennar.

  • Útdráttur er á ensku

    In modern societal discourse voices call for the reduction of gender-based wage discrimination and the requirement of equal opportunities for women in the labour market. Some focus has been placed on the fact that women are lacking in management and various higher job positions which has led to restructuring measures such as gender quotas in large companies. Considerably less noticeable has been the debate about gender equality in the home. Studies show that although the difference in gender representation in domestic chores has decreased in recent years, it is still so that women bear a greater responsibility for housework than men. In addition, the division of labour in the home is often swayed by traditional attitudes towards the division of labour between the genders. There is ample reason to wonder why the responsibility for housework is not equally distributed even though we live in one of the most egalitarian countries in the world. Societal discourse seems to assume equality in the home at the same time as conservative attitudes of inherent differences in men and women thrive. This study examines the division of household labour among young families. The explanations given for the division of labour in the home are examined and how an agreement on the division of labour is reached. A qualitative research method was used where interviews were conducted with 4 people (2 couples) in the effort to find out what it is that controls the division of labour at home. Findings indicate that although people are egalitarian-minded, the traditional ideas on gender differences, which lead to a different focus being placed on different things, are still prominent. Furthermore it seems that the division of labour in the household was not negotiated, but rather came to be without a clear explanation of its origin.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Hlíf Arnbjargardóttir.pdf618.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna