is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21429

Titill: 
  • Strætó bs.: Stefnumótun og nýsköpun í opinberu fyrirtæki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er annars vegar að varpa ljósi á hvernig stefnumótun kemur til í opinberu fyrirtæki eins og Strætó, hverjar séu uppsprettur hennar og hvert sé ferli hennar. Ennfremur er skoðað hvað leysi nýsköpun úr læðingi.
    Verkefnið byggir á raundæmi (e. case study) á fyrirtækinu Strætó þar sem höfundur gegndi stöðu framkvæmdastjóra frá apríl 2007 til og með nóvember 2014. Rakin er þróun fyrirtækisins í rekstrarlegu tilliti, allt frá stofnun þess til ársloka 2006 og svo aftur á árunum 2007 til ársloka 2014.
    Innan þessarar tímalínu eru skoðaðir sérstaklega og krufðir til mergjar tveir þættir í starfseminni (e. embedded units of analysis) í þeirri viðleitni að varpa ljósi á tilurð og ferli stefnumótunar, annars vegar, og hvernig ný starfsemi og viðskipti fæðast, hins vegar.
    Fræðileg viðmið raundæmisins eru þau hvort finna megi skýringar og samsvörun á þessari þróun sem átti sér stað innan fyrirtækisins meðal stefnumótunarfræðanna eða hvort skýringa sé að leita á öðrum fræðavettvangi, svo sem innan stjórnmálafræðanna, þar sem rannsóknir þar virðast sýna að meðal stjórnmálamanna sé tregða og/eða vilja-leysi til að móta formlega stefnu til lengri tíma litið, eða bara yfirleitt, og því sé upp-spretta og ferli stefnumótunar og nýsköpunar í opinberum fyrirtækjum mögulega með öðrum hætti en gengur og gerist í einkafyrirtækjum.
    Niðurstöður benda til að stefnumótun Strætó og stefnumiðuð stjórnun eigi sér upp-runa í margþáttuðum fræðikenningum stefnumótunar, það er innan nokkurra til-tekinna kenningaskóla um stefnumótun (e. schools of strategy) og út frá mismunandi sjónarhornum á stefnumótun (e. views on strategy). Höfundur setur fram kenningu um niðurstöður sínar í formi myndlíkingar er hann kennir við fjögurra blaða smára.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptadeild hefur samþykkt lokaðan aðgnag að þessari ritgerð til 31.12.2016.
Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSRitgerd_2015_LokaskjalB.pdf3.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna