is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21444

Titill: 
  • Skuldabréfaútgáfa íslensku bankanna. Umfjöllun og samanburður við valda banka á Norðurlöndunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa ritgerðar er að skoða skuldabréfaútgáfu íslensku bankanna fyrir og eftir efnahagshrun og bera hana saman við þrjá banka á Norðurlöndunum, Handelsbanken, DNB og Jyske bank; ásamt völdum kennitölum. Frá því um aldamótin 2000 hófst mikill uppgangur íslensku bankanna og um leið fjármögnun þeirra með erlendri skuldabréfaútgáfu. Glitnir, gamli Landsbankinn og Kaupþing sóttu sér mikið fjármagn á erlenda skuldabréfamarkaði sem átti þátt í því að bankarnir margfölduðust í stærð á nokkrum árum. Hraður vöxtur og mikil skuldsetning ásamt mikilli þörf á endurfjármögnun á erlendum skuldabréfaútgáfum olli svo bönkunum miklum vandræðum þegar traust fjárfesta á þeim dvínaði. Illa gekk hjá íslensku bönkunum að gefa út skuldabréf á erlendum skuldabréfamörkuðum allt frá miðju ári 2007 en þá var einnig komin upp fjármálakreppa í heiminum sem gerði fjárfesta áhættufælnari en áður. Allir þrír stærstu bankar Íslands féllu haustið 2008 og varð efnahagshrun á Íslandi í kjölfar þess. Helstu niðurstöður úr samanburði milli bankanna eru þær að íslensku bankarnir fyrir efnahagshrun voru með hátt hlutfall skuldabréfaútgáfu í samanburði við erlendu bankanna, og stærð þeirra borin saman við verga landsframleiðslu í sínu heimalandi var margföld í samanburði við erlendu bankana.
    Nýir bankar voru stofnaðir á grunni þeirra föllnu en mikill tími fór í að endurskipuleggja lánasöfn nýju bankanna og byggja upp traust viðskiptavina og fjárfesta. Bankarnir byrjuðu á að gefa út skuldabréf á innlendum skuldabréfamarkaði en hafa seinna einnig gefið út skuldabréf á erlenda skuldabréfamarkaði. Skuldsetning í skuldabréfaútgáfum er minni eftir efnahagshrunið hjá íslensku bönkunum og innlán mun stærri hlutur af fjármögnun þeirra en áður var. Stærð íslensku bankanna er einnig meira í takt við þau hlutföll sem eru hjá erlendu bönkunum miðað við verga landsframleiðslu hvers lands.
    Almennt er talið að það sé hlutverk eftirlitsaðila að setja bönkum skorður og koma í veg fyrir þann freistnivanda sem getur skapast hjá þeim. Það er því nauðsynlegt fyrir eftirlitsaðila að veita bönkunum gott aðhald með traustu regluverki og með sérstaka áherslu á eigið fé, lausafjár- og endurfjármögnunaráhættu svo koma megi í veg fyrir að sagan endurtak sig.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ari Bergþór - MS verkefni_Loka.pdf4.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna