is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21450

Titill: 
  • Íslenska líffæragjafakerfið. Ætluð neitun eða ætlað samþykki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða kerfi hentar þegar kemur að líffæragjöfum á Íslandi?
    Framkvæmd var rannsókn þar sem afstaða þátttakenda til líffæragjafa var skoðuð og út frá því ákvarðað hvort henti betur á Íslandi, líffæragjafakerfi sem styðst við ætlaða neitun eða ætlað samþykki. Markverðustu niðurstöður voru þær að þátttakendur rannsóknar voru í miklum meirihluta sammála löggjöfinni um ætlað samþykki en einnig kom fram að þörf er á aukinni umræðu og fræðslu um málefni líffæragjafa á Íslandi þar sem þátttakendur rannsóknar virtust ekki nægilega meðvitaðir um alvarleika stækkandi biðlista eftir líffærum í því samhengi þarf að auka umræðu þessara málefna innan fjölskyldna svo að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um líffæragjöf ef andlát ber að garði. Neitunarhlutfall aðstandenda fyrir líffæragjöf látins einstaklings hefur mælst um 40% þegar óskað hefur verið eftir líffæragjöf við andlát og eru sérfræðingar sammála um að hlutfallið þurfi að lækka til að kalla fram betra og skilvirkara líffæragjafakerfi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Erling_Þór_Birgisson_lokaskil.pdf674.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna