is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21452

Titill: 
  • Freemium viðskiptamódel. Raundæmisrannsókn á netleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að svara einni tvíþættri spurningu sem höfundur setur fram, annarsvegar hvernig freemium virkar og hins vegar afhverju það virkar þegar það virkar. Til þess að svara fyrri hluta spurningar var framkvæmd raundæmisrannsókn (e. case study) á spilaleik að nafni Hearthstone. Líkan Osterwalder var útlistað og tveir þættir í því notaðir í rannsókninni. Skoðað var framboð og tekjustreymi sem leikurinn býður uppá og notast við, í þeim tilgangi að kafa dýpra í viðskiptamódel leiksins og sjá hvernig leikmaðurinn velur að fara frá því að vera ókeypis notandi yfir í að sjá virði þess að nota pening. Til þess að svara seinni hluta spurningarinnar voru tekin til helstu atriði sem freemium hefur fram yfir önnur viðskiptalíkön, og er þá helst að nefna samkeppnisforskot, fjölda notenda og skynjun þeirra á virði vörunar. Helstu niðurstöður voru þær að freemium virkar útaf lærri kostnaði við sölu, háum fjölda notenda ásamt stöðugri áherslu á nýsköpun. Leikurinn sem tekinn var fyrir í raundæmisrannsókninni sýndi mikinn fjölda notenda og góðar tekjur, sem bendir til þess að þær leiðir sem í boði eru fyrir leikmenn að eyða pening hafa tekist mjög vel upp.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freemium viðskiptamódel.pdf858.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna