is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21456

Titill: 
  • Endurskipulagning slæmra eigna eftir bankakrísu: Samanburður á Íslandi og Svíþjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eitt erfiðasta og mikilvægasta verkefnið þegar kemur að vel heppnaðri úrlausn bankakrísu er endurskipulagning slæmra eigna. Vandamál bankakerfisins á Íslandi eftir hrun fólst að miklu leyti í endurskipulagningu slíkra eigna. Ekki voru allir á sama máli um hvernig endurskipulagningunni skyldi hagað. Nefndin um endurskipulag fjármálakerfisins, undir leiðsögn Mats Josefsson, mælti með því að ríkið skyldi stofna miðlægt eignaumsýslufélag. Félagið átti að, taka við og, endurskipuleggja slæmu eignirnar, sem voru einna helst útlán til fyrirtækja. Slíkt félag var stofnað í Svíþjóð, eftir bankakrísuna þar í landi árið 1990, og heppnaðist einkar vel. Leiðin sem var farin fólst hins vegar í því að bankarnir sáu sjálfir um endurskipulagninguna. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort, þegar til baka er litið, stofnun miðlægs eignaumsýslufélags hefði verið skynsamari valkostur.
    Aðstæður Íslands og Svíþjóðar, eftir bankakrísur landanna, voru ólíkar á margann hátt. Í fyrsta lagi voru slæmu eignirnar í Svíþjóð að mestu útlán til fasteignakaupa sem eru mun auðveldari í endurskipulagningu heldur en útlán til fyrirtækja. Að auki er ekki talið skynsamlegt að ríkið komi að endurskipulagningu fyrirtækja vegna þess hversu pólitískt næm þau eru. Í öðru lagi voru slæmu eignirnar í Svíþjóð í ríkisbönkum en á íslandi voru þær það ekki, að fráskyldum þeim sem voru í Landsbankanum. Stofnun miðlægs eignaumsýslufélags er auðveldari þegar ríkið er eigandi vandræða bankans, vegna verðlagningar vandamála. Ef ríkið hefði ákveðið að eignast alla nýju bankana hefði áhætta vegna fjárfestingar ríkisins margfaldast ásamt því að svigrúm til afskrifta hefði líklegast orðið töluvert minna. Í þriðja lagi voru sænsku bankarnir óstarfhæfir með slæmu eignirnar á efnahagsreikningum sínum öfugt við þá íslensku sem voru fjármagnaðir með 16 prósent eiginfjárkröfu og voru því fullfærir um að endurskipuleggja skuldir viðskiptavina sinna sjálfir. Rannsóknir benda einnig til þess að notkun miðlægs eignaumsýslufélags sé ekki endilega góð leið til að eiga við slæmar eignir og að bönkum gangi vel að endurskipuleggja slæmar eignir sjálfir þegar vissar forsendur eru til staðar, en þær voru að miklu leyti til staðar á Íslandi. Niðurstöður benda því til þess að sú leið sem var farin hafi verið sú rétta í stöðunni.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_bergthor.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna