is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21469

Titill: 
  • Vinnustaðamenning. Vörður tryggingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vinnustaðamenning er áhugavert hugtak að skoða og greina þar sem hún er eitthvað óáþreifanlegt en um leið mjög áhrifaríkt afl innan samfélags. Margar og fjölbreyttar skilgreiningar hafa komið fram á hugtakinu og ýmislegt verið sammerkt með þeim. Horft hefur verið til þess að þetta sé til að mynda andrúmsloft, hugmyndir, verklag, gildi, hugsanir eða venjur sem eru ósýnilegir þættir en um leið mjög áþreifanlegir og áhrifaríkir. Það er því snúið að henda reiður á hugtakið eða ná nákvæmlega utan um það en allar þær skilgreiningar sem settar hafa verið fram gefa okkur einhverjar hugmyndir um inntak hugtaksins.
    Markmið rannsóknarinnar er að greina og meta vinnustaðamenningu tryggingafélagsins Varðar og skoða styrkleika hennar og veikleika. Einnig er skoðað hvort munur sé á menningu og viðhorfum eftir kyni, lífaldri, starfsaldri eða stöðu einstaklinga í fyrirtækinu. Þá var einnig litið til þess hvort munur væri á vinnustaðamenningu milli sviða innan fyrirtækisins. Í rannsókninni er stuðst við spurningalista sem byggður er á Denison líkaninu en þar er menningin mæld eftir yfirvíddum og undirvíddum. Einnig er frammistaða eða árangur fyrirtækisins mældur og fylgni við ákveðna tegund menningar greind.
    Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að fyrirtækið hafi skýr markmið, markvissa sýn og stefnu og vel skilgreind hlutverk sem gefur störfum innan fyrirtækisins skýra merkingu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á upplýsingaflæði manna á milli, stuðlar að uppbyggingu og hlúir þannig vel að hæfni og þekkingu einstaklinga innan fyrirtækisins. Helsti veikleiki fyrirtækisins er hæfni þess til að takast á við og/eða sjá fyrir breytingar. Fyrirtækið þarf að styrkja sig í því að geta tekist á við breytingar í innra og ytra umhverfi sem og að geta greint betur þörfina fyrir breytingar. Fyrirtækið virðist einnig skorta hæfni til samvinnu og er mikilvægt að félagið styrki þennan þáttinn þar sem góð samvinna eykur skilning manna á milli og virðingu fyrir störfum annarra. Það var áhugavert að sjá mun á styrkleika menningarvídda milli hópa innan fyrirtækisins. Til að mynda komu konur mun sterkari út samanborið við karla og eldri aldurshópurinn kom mun sterkari út en sá yngri. Einnig greindist menningamunur milli sviða innan fyrirtækisins sem segir okkur að fleiri en ein tegund menningar geti verið ríkjandi innan sömu skipulagsheildar.
    Tengsl menningar við árangur og frammistöðu var einnig metið í rannsókninni og gáfu almennar niðurstöður til kynna að sú menning sem ríkir innan Varðar sé menning sem styðji við árangur.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fjögur ár.
Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Víðisdóttir _Vinnustaðamenning - Vörður tryggingar.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna