is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21473

Titill: 
  • „Við spilum eftir eyranu með jákvætt hugarfar að vopni.“ Upplifun og reynsla flugfreyja af jafnvægi einkalífs og vinnu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það er markmið og kapphlaup flestra, óháð aldri, starfi og kyni að upplifa gott jafnvægi og giftusamlega samræmingu ólíkra hlutverka lífsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kafa inn í reynsluheim flugfreyja og varpa ljósi á upplifun þeirra og reynslu af jafnvægi eða ójafnvægi einkalífs og vinnu. Þar sem óhefðbundið vinnuumhverfi og óregluleg vaktavinna einkenna starf þeirra sóttist rannsakandi eftir því að öðlast skilning á því með hvaða hætti þær samræma einkalíf sitt og vinnu. Eingöngu flugfreyjur urðu fyrir valinu þar sem rannsóknir sýna að hið forna mynstur að konur beri meginábyrgð á heimilisverkum sé enn við lýði.
    Notast var við fyrirbærafræðilega rannsóknaraðferð í þeim tilgangi að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun og reynsla flugfreyja af jafnvægi einkalífs og vinnu? Með því að beita þessari aðferð öðlast rannsakandi góða innsýn og skilning á upplifun þeirra og tók hann óstöðluð viðtöl við tíu flugfreyjur sem eru í fullri vinnu ásamt því að vera með börn á sínu framfæri.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós ólíka upplifun flugfreyjanna og virtist það vera einstaklingsbundið hvaða þættir þær töldu skapa togstreitu og stuðla að auknu jafnvægi. Þær sem höfðu lengsta starfsreynslu upplifðu minni togstreitu og töldu samræminguna ganga vel öfugt við yngri flugfreyjur sem áttu yngri börn. Atriði eins og flugþreyta, samviskubit, missir, svefnleysi, fjarlægð yfirmanna og óregluleg vaktavinna höfðu neikvæð áhrif á líðan þeirra og voru þessir þættir uppspretta togstreitu einkalífs og atvinnu og svo samræmingar þessa tveggja. Hins vegar var jákvætt viðhorf, sveigjanleiki í starfi og stuðningur þættir sem ýttu undir bætt jafnvægi og vellíðan flugfreyjanna. Flestir viðmælendur voru sammála um að flugþreyta væri erfiðasti hluti starfsins og hafði hún smitandi áhrif á aðrar hliðar lífsins. Meirihlutinn taldi samræminguna ganga vel og kvaðst upplifa gott jafnvægi einkalífs og vinnu þótt álag væri á köflum mikið.

  • Útdráttur er á ensku

    To sense there is stable and successful balance between the different roles we play in life is the goal of many people, independent of age, work and sex. The aim of this research was to shed a light on and explore the lived experience of flight attendants in terms of their balance between work and their personal life, i.e. their work-life balance. Wherein their untraditional work environment and irregular shift work characterizes their work, the researcher strives to better understand how flight attendants coordinate their private life with work. Only female flight attendants were chosen as participants due to the fact that recent research reveals the primordial pattern that women still carry the main responsibility for households tasks.
    The research was preformed by using phenomenological method with the intention on providing an answer to the research question: What is the flight attendants experience when it comes to work-life balance? By using such a method, a deeper insight into the comprehension and experience of the flight attendants was given. Ten flight attendants were interviewed who all are working a full time job parallel to raising their children.
    The main findings indicated that the experience differentiated among the flight attendants. The difference in experience seemed to be dependent on the individuals‘ perception on what type of factors created conflict and what contributed to a better balance. The interviewees with higher seniority experienced less conflict and considered their reconcilability to be good, in consideration with the younger flight attendants who also had younger children to care for. Factors who were considered affecting their conflicts in a negative way were jet lag, compunction, feeling of loss, lack of sleep, distance of supervisors and their irregular shift work. However, positive attitude, support and work flexibility seemed to actuate a better balance and the well being of the flight attendants. Most of the interviewees agreed on that the most difficult part of flying was the jet lag they experienced and the consequences it had on other aspects of life. The majority of the interviewees experienced a good work-life balance despite of stressful periods at times.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.
Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna