is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21477

Titill: 
  • Er samstarf lykill að árangri? Efling samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fáar atvinnugreinar hafa gengið í gegnum viðlíka sviptingar og íslenskur byggingariðnaður hefur reynt undanfarin ár. Frá metumsvifum um miðbik síðasta áratugar hrundi iðnaðurinn niður í djúpan öldudal með hrinum uppsagna og gjaldþrota. Kveikjan að verkefni þessu er það mikla uppbyggingarstarf sem fyrir höndum er innan iðnaðarins sem og vísbendingar um aukinn áhuga á markvissara samstarfi þvert á þessa umfangsmiklu atvinnugrein. Sá áhugi hefur meðal annars formgerst í samstarfsvettvangi atvinnulífs og opinberra aðila undir heitinu „Samstarf er lykill að árangri“.
    Verkefnið byggir á fræðilegum grunni kenninga um byggingariðnað, samkeppnishæfni og klasasamstarf. Leitast er við að greina helstu áskoranir sem klasi íslensks byggingariðnaðar stendur frammi fyrir og hvaða umbótaleiðir séu til þess fallnar að auka samkeppnishæfni hans. Þá er eðli umbótaleiða metið með tillliti til klasaframtaks. Gagna var aflað með umbótamiðaðri rannsókn sem fram fór í samvinnu við hagsmunaðaðila innan iðnaðarins á tímabilinu janúar 2014 til apríl 2015. Megingagnaöflun fór fram á STEFNUmóti íslensks byggingariðnaðar sem haldið var í nóvember 2014 en þar komu tæplega 200 aðilar þvert á iðnaðinn saman til umræðna og skoðanaskipta um stöðu og sóknarfæri.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að byggingariðnaðurinn sé að rétta sig af eftir áföll síðustu ára en að inniviðir séu veikir og samkeppnishæfni ábótavant í mörgum meginþáttum s.s. framleiðni, arðsemi og byggingarkostnaði. Helsta ógn við eflingu samkeppnishæfni klasans er viðvarandi ójafnvægi í framboðs- og eftirspurnaraðstæðum sem skaðað hafi innviði iðnaðarins til langs tíma. Mikil tækifæri eru falin í þeim vexti sem orðið hefur á útflutningi þekkingarstarfsemi á síðustu árum en rannsóknarumsvif klasans eru í hnignun. Þá er nýliðun ábótavant og mun að óbreyttu verða ein af megináskorunum iðnaðarins á komandi árum. Loks eru vísbendingar um að skipulagt klasaframtak sé til þess fallið að stuðla að aukinni samkeppnishæfni í öllum helstu árangursþáttum og að frjór jarðvegur sé til staðar innan iðnaðarins í því samhengi.

  • Útdráttur er á ensku

    Few industries have experienced turbulence the likes of which the Icelandic construction industry has undergone in the last decade. From record high activity, the industry plumeted into an unprecedented depression with massive layoffs and a record number of bankruptcies. The motivation behind this study is the massive restoration that awaits, as well as signs of increased strategic cooperation across the industry. This cooperation has, amongst other things, manifested itself in the collaborative venue „Cooperation Is the Key To Success“ which is a joint effort of private and public actors within the Icelandic construction industry.
    Building on theory of construction industry characteristics, competitiveness and clusters, this study aims to analyse the current competitiveness and outlook of the Icelandic construction industry,as well as analysing paths to increased competitiveness. Data was gathered through a participative action research which took place in cooperation with key actors from the industry in the period of January 2014 - April 2015. The majority of data was gathered in November 2014 at the construction industry strategy forum; STEFNUmót, where almost 200 members of the construction industry came together.
    The study shows an industry slowly recovering, with weakened infrastructure and signs of low competitiveness in productivity, profitability, quality and innovation. National economic turbulence remains a major threat to the industry and it´s institutions. While potential is to be seen in sustaining the growth of knowledge based export, research activities within the industry are under decline. Signs of high job satisfaction within the industry are to be seen but renewal of workforce is lagging and likely to become one of the industries main obstacles in the coming years. Finally there are indications that a strategic cluster initiative could enhance competiveness in most performance factors, and that fertile ground is to be found within the industry in that respect.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár.
Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Gudrun-Ingvarsdottir-skemman.pdf15.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna