is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21479

Titill: 
  • Staða sparisjóða á Íslandi. Er hagræðing af sameiningu sparisjóða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Staða sparisjóða hér á landi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn veik og hún er um þessar mundir. Eftir hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008 hefur sparisjóðum fækkað og samhliða því hefur markaðshlutdeild þeirra dregist mjög saman.
    Til að svara þeirri spurningu sem lagt er upp með, hvort hagræði sé af sameiningu sparisjóða, verður hver og einn þeirra sparisjóða sem starfar í landinu greindur með upplýsingum úr ársreikningum undanfarinna fimm ára. Litið verður til samþykkta þeirra í þeim tilgangi að finna skilgreint starfssvæði þeirra. Töluleg gögn frá Hagstofunni verða notuð til að finna mannfjölda innan starfssvæðis hvers sparisjóðs. Til að ljúka greiningarvinnunni verða starfssvæði sparisjóða skoðuð út frá Sóknaráætlun 20/20, sem forsætisráðuneytið lagði og nú er lokið, en þar er landinu skipt upp í sóknar- og varnarsvæði.
    Að lokinni greiningarvinnu verða útlistaðar þær sviðsmyndir sem standa sparisjóðum til boða í dag. Taldir verða upp þrír mismunandi möguleikar og verða þeir vegnir og metnir út frá kostum og göllum.
    Að lokum verður spurningunni sem lagt er upp með, hvort hagræðing sé af sameiningu sparisjóða, svarað í niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs.KJ.Sparisjodir.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna