is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21486

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð hjá endurskoðunarfyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibilty) er að verða meira áberandi í samfélaginu, bæði hér á landi og út í heimi. Þá er skýrslugerð um samfélagslega ábyrgð að verða algengari hjá fyrirtækjum, en algengt er að þau styðjast flest við Global Reporting Initiative (GRI) skýrslur. Skýrslugerð um samfélagslega ábyrgð hefur ýmsa kosti í för með sér, svo sem bætt orðspor, aukið traust og trúverðugleika. Mikið er deilt um þýðingu hugtaksins samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og hvort að skyldur fyrirtækja séu aðeins gagnvart hluthöfum eða gagnvart öllum hagsmunaaðilum. En þeir sem aðhyllast sjónarmiði hluthafa telja að eina skylda fyrirtækja sé að auka hagnað og margir ókostir séu við að innleiða samfélagslega ábyrgð. Á meðan að þeir sem aðhyllast sjónarmiði hluthafa sjá marga kosti við að innleiða samfélagslega ábyrgð í fyrirtæki.
    Ritgerð þess byggir á rannsókn um samfélagsleg ábyrgð hjá endurskoðunarfyrirtækjum, það er hvort áherslur á samfélagslega ábyrgð séu til staðar og hvort þær séu skriflegar. Einnig var rannsakað hvort að endurskoðunarfyrirtækin finni fyrir þrýstingi til að sinna samfélagslegri ábyrgð og þá frá hverjum. Rannsakandi tók viðtöl við viðmælendur hjá fjórum helstu endurskoðunarfyrirtækjum á Íslandi; Deloitte, Ernst & Young, KPMG og PwC. Þessi fyrirtæki urðu fyrir valinu þar sem þau starfa öll undir hatti erlendra móðurfélöga, sem getur ýtt undir þrýsting um að þau axli samfélagslegri ábyrgð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að endurskoðunarfyrirtækin sem rannsökuð uppfylla öll fyrstu tvö þrepin í pýramída Carrolls (1991), það er skilyrðin um efnahagslega og lagalega ábyrgð. Ekkert fyrirtækjanna finnur fyrir þrýstingi frá móðurfélagi, en viðmælendur telja að þrýstingur frá samfélaginu, þá einna helst frá yngri kynslóðum og starfsmönnum, muni aukast í framtíðinni. Helstu hindranir sem endurskoðunarfyrirtækin finna fyrir, eða telja að muni vera, við innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar eru að breyta hugarfari starfsfólks og að finna réttu mælikvarðana. Fyrir smærri fyrirtæki gætu helstu hindranir verið fjármagn, þar sem að skýrslugerð um samfélagslega ábyrgð getur verið bæði kostnaðarsöm og tímafrek.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagsleg ábyrgð hjá endurskoðunarfyrirtækjum.pdf627.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna