is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21490

Titill: 
  • Sendiherrar fyrirtækisins: Starfsánægja hjá starfsfólki Kex Hostels ehf.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki samtímans eru alltaf að leita nýrra leiða til að ná samkeppnisforskoti. Stjórnendur fyrirtækja eru í auknum mæli farnir að átta sig á mikilvægi mannauðs og líta á hann sem helstu auðlind fyritækja og þann eiginleika sem hefur hvað mest áhrif á velgengni þeirra. Til að starfsmaður geti gefið sem mest af sér í starfi þarf hann að vera ánægður í vinnunni. Almenn starfsánægja er eitt það verðmætasta sem framúrskarandi fyrirtæki búa yfir á nútímavinnumarkaði. Hún hefur meðal annars áhrif á frammistöðu, afköst og fjárhagslegan ávinning fyrirtækja. Starfsánægja myndast ekki af sjálfu heldur myndast hún vegna samspils margra mismunandi áhrifaþátta sem tengjast starfinu.
    Í þessu lokaverkefni var starfsánægja starfsfólks Hex Hostels ehf rannsökuð. Kex Hostel er gistiheimili sem opnað var árið 2011 og stendur framarlega á sínum markaði miðað við ungan aldur. Starfsemi fyrirtækisins er fjölbreytt og felur í sér mörg mismunandi störf. Starfsánægjan var rannsökuð út frá nokkrum mismunandi áhrifaþáttum. Rannsóknin var megindleg og í formi spurningakönnunar. Spurningalistinn innihélt fjórar spurningar og 73 staðhæfingar sem skipt var niður í 10 áhrifaþætti starfsánægju. Í niðurstöðum koma fram meðaltöl sem reiknuð voru til að mæla viðhorf starfsfólks til mismunandi þátta starfsins. Helstu niðurstöður voru að starfsmenn hafa almennt jákvætt viðhorf í garð fyrirtækisins, samskipta við samstarfsfólks og sveigjanleika í vinnunni. Á móti sýndu niðurstöður neikvæðara viðhorf starfsmanna til launakjara, vinnuálags og upplýsingamiðlunar innan fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sendiherrar.fyrirtækisins.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna