is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21504

Titill: 
  • Líkamsþjálfun og kyrrseta unglinga: Áhrif álags og meiðsla á brottfall úr íþróttum
  • Titill er á ensku Physical activity and sedentary behavior of teenagers: Effects of exercise intensity and injuries on dropout in sports
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Æfingaálag í íþróttum hefur aukist í gegnum árin hjá börnum og unglingum. Rannsóknir sýna að tengsl eru milli aukins æfingaálags og meiðsla. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif æfingaálags á brottfall nemenda úr íþróttum í 10. bekk, ásamt því að skoða magn hreyfingar og kyrrsetu þeirra.
    Rannsóknin er af svipuðu sniði og flestar aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi en hún skoðaði fleiri atriði svo sem hreyfingu nemenda, sjúkraþjálfun, staðsetningu meiðsla og tegund meiðsla hjá nemendum á ákveðnu aldursbili. Spurningalisti var lagður fyrir 84 nemendur í þremur grunnskólum á Íslandi. Spurningalistinn innihélt almennar spurningar, spurningar um hreyfingu, kyrrsetu, íþróttaþátttöku og meiðsli.
    Niðurstöður sýndu að æfingaálag og of margar æfingar voru ein af þremur algengustu ástæðum brottfalls nemenda úr íþróttum. Þeir nemendur sem stunduðu skipulagðar íþróttir voru 69,0% af þátttakendum. Einnig kom í ljós að meirihluti nemenda fannst ekki vera tækifæri til staðar að æfa minna og án keppni. Um 90% nemenda hafði fundið fyrir meiðslum og höfðu 47,6% farið til sjúkraþjálfara vegna þess. Því oftar sem nemendur æfðu í viku því meiri hreyfingu stunduðu þeir fyrir utan æfingar og skólaíþróttir.
    Íþróttaþátttaka virðist draga úr kyrrsetu nemenda, en þó sýndu niðurstöður rannsóknarinnar einnig að tengsl eru milli æfingaálags og brottfalls úr íþróttum. Mikilvægt er því að horfa til æfingaálags barna og unglinga til að minnka líkur á meiðslum og brottfalli úr íþróttum.

  • Útdráttur er á ensku

    Intensive training in children and teenage sports is becoming more common in recent years. Studies have shown a relationship between the intensity and injuries. The purpose of this study was to examine the effects of intensity on the drop out rate from sports in 10th grade, as well to see the amount of activity and sedentary behavior.
    This study is similar to other studies in Iceland except she specifically looks at details such as student exercise, physical therapy, location of injury and what kind of injury the students have during a certain age. The questionnaire was answered by 84 students in three different schools in Iceland. It contained general questions, as well as questions about activity, sedentary behavior, sports involvement and injuries.
    The results of this study showed that exercise intensity was one of three most common reasons for students dropping out of sports. Students who participated in organized sports were 69,0% of participants in the study. More than half of the students also believed they didn´t have a chance to practice less and without competition. Approximately 90% of the student experienced injuries and 47,6% of the students received physical therapy because of those injuries. The study also showed the more the students practiced each week the more active they were outside sports and in physical education class in school.
    Participation in sports seems to have positive effects on sedentary behavior. Results also showed an association between intensity and drop out rate from sports. Therefore it is important to pay attention to the intensity in sports for children and teenagers rate to keep athletes strong and injury free so they want to continue to practice their sport.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil BS 2015.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna