is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21505

Titill: 
  • Kynjakvótar í stjórnum lífeyrissjóða. Könnun á viðhorfum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar eru kynjakvótar í stjórnum lífeyrissjóða, viðhorf framkvæmdastjóra og stjórnarmanna sjóðanna til kynjakvóta og hvort þeir telji kvótana henta lífeyrissjóðunum. Fjallað er um helstu kenningar um útbreiðslu kynjakvóta, röksemdafærslur fyrir kynjakvótum, reynslu og rannsóknir jafnt erlendis og hérlendis af kynjablönduðum stjórnum. Rannsökuð var hlítni valdra lífeyrissjóða við ákvæðið og breyting á kynjasamsetningu sjóðanna á tímabilinu 2011-2014. Jafnframt var kannað hvort viðmælendur greindu breytingar á stjórnarstarfinu með tilkomu fleiri kvenkyns stjórnarmanna.
    Til þess að rannsaka þetta efni var gerð eigindleg rannsókn (e. qualitative research) sem fólst í viðtölum við átta einstaklinga í átta lífeyrissjóðum, fimm stjórnarmenn og þrjá framkvæmdastjóra. Hlítni sjóðanna og breyting á kynjasamsetningu var könnuð með gagnasöfnun. Rannsóknarspurningarnar sem lagðar eru til grundvallar eru eftirfarandi:
    Hver eru viðhorf stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóða til kynjakvóta?
    Eru einhver sjónarmið sem mæla gegn setningu kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða?
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða eru almennt jákvæðir gagnvart tímabundnum kynjakvótum til að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Viðmælendur voru hins vegar ósammála hvað varðaði síðari rannsóknarspurninguna og telja lagaákvæðið ekki taka tillit til sérstöðu nokkurra lífeyrissjóða þar sem sjóðfélagahópurinn samanstendur nánast alfarið af öðru kyninu.
    Almennt greindu viðmælendur ekki miklar breytingar í stjórnarsamstarfinu frá degi til dags með aukinni þátttöku kvenna. Flestir viðmælenda greindu þó breytingu á umræðum um málefni á stjórnarfundum og töldu hana vera ítarlegri og betri.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynjakvótar í stjórnum lífeyrissjóða.pdf788.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna