is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21507

Titill: 
  • Hvert liggur leiðin? Sýn nemenda við Háskóla Íslands á laun og hlunnindi, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og starfsöryggis á almenna og opinbera vinnumarkaðnum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari er fjallað um sýn nemenda við Háskóla Íslands á almenna- og opinbera vinnumarkaðinn og hvað þeir teldu að skipti máli við val á starfsvettvangi. Er þar horft til þriggja þátta þ.e. launa og hlunninda, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og starfsöryggis. Markmið rannsóknarinnar var að bera viðhorf nemenda saman við erlendar rannsóknir um sama efni og athuga hvort munur væri á milli kynja, aldursdreifingar, hjúskaparstöðu eða fræðasviðs innan Háskóla Íslands. Þátttakendur í könnuninni voru 364 en gild svör þeirra sem svöruðu allri rannsókninni voru 344 talsins, 80 karlar og 264 konur.
    Notuð var megindleg aðferðarfræði við rannsóknina í formi spurningalista og könnunin send á alla nemendur sem voru á póstlista nemendaskrár Háskóla Íslands og sem höfðu gefið leyfi fyrir móttöku á könnunum. Eins og áður segir voru þrjú atriði könnuð þ.e. í fyrsta lagi laun og hlunnindi (tilgáta 1), í öðru lagi jafnvægi milli vinnu og einkalífs (tilgáta 2) og í þriðja lagi starfsöryggi (tilgáta 3). Könnunin leiddi í ljós að nemendur við skólann töldu að laun og hlunnindi væru betri á almenna vinnumarkaðnum og tilgáta 1 var því studd. Við skoðun á jafnvægi milli vinnu og einkalífs kom í ljós að nemendur töldu að jafnvægið væri meira á almenna vinnumarkaðnum en hjá hinu opinbera. Tilgáta 2 var því ekki studd. Þegar kom að því að skoða starfsöryggi var niðurstaða nemendanna að þeir töldu starfsöryggi meira á opinbera vinnumarkaðnum en á þeim almenna og var því tilgáta 3 studd.

  • Útdráttur er á ensku

    This study focuses on how students at the University of Iceland view the public and the private sector and what they regard as important factors when choosing a workplace. The three factors are: salary and benefits, balance between work and private life, and job security. The goal of the study was to compare the viewpoint of Icelandic students with the viewpoint demonstrated in foreign studies on this subject, and to see if there was a difference between the sexes, different age groups, marital status and whether it mattered in what field of study the participants were. The number of participants was 364 and valid answers from those who completed the study were 344, 80 from men and 264 from women.
    The study was quantitative, and questionnaires were sent to all students who were registered at the mailing list of the Student Registry at the University of Iceland and had agreed to receive studies such as this one. The three proponents of the study were, as stated above, salaries and benefits, (hypothesis 1), balance between work and private life, (hypothesis 2) and job security (hypothesis 3). The study revealed that the students at the University of Iceland believe that salary and benefits are better in the private sector than they are in the public sector, thus supporting hypothesis 1. Regarding balance between work and private life, the students believed that the balance was easier to reach when working in the private sector than when working in the public sector and thus hypothesis 2 was not supported. Regarding job security, the university students believed that job security was higher in the public sector than in the private sector, thus supporting hypothesis 3.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli Þór Gíslason.pdf786.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna