is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21522

Titill: 
  • „Er (aftur) kominn tími á ögrandi svör?“ Viðtökusaga Steinars Braga og Lars von Trier greind í ljósi femínísks viðnámslesturs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð verður unnið með verk danska kvikmyndaleikstjórans Lars von Trier annars vegar og íslenska rithöfundarins Steinars Braga hins vegar. Fjallað verður um umdeilda afstöðu þeirra til kvenna og mótsagnakennda viðtökusögu þeirra beggja. Báðir hafa þeir verið ásakaðir um kvenfyrirlitningu en einnig verið lofaðir af femínískum gagnrýnendum og fræðimönnum fyrir textasköpun sem í felst viðnám gegn feðraveldinu og viðteknum, karllægum viðhorfum. Viðtökusaga beggja verður skoðuð með þessi þversagnakenndu viðbrögð í fyrirrúmi og svara verður leitað við þeirri ráðgátu hvernig sami textinn getur kallað fram jafn gjörólík viðbrögð og raun ber vitni. Viðtökusagan veitir innsýn í flókið samspil kvenfyrirlitningar og femínískrar orðræðu en ekki verður látið staðar numið þar heldur er jafnframt tekin afstaða til deilumálsins og rök færð fyrir því að í lykilverkum beggja felist róttækt uppgjör við samfélag sem er – og hefur ávallt verið – gegnsýrt af kvenfyrirlitningu og kvennakúgun.
    Uppbygging ritgerðarinnar verður hefðbundin í sniðinu; með inngangi, viðtökufræðilegum kafla, tveimur greiningarköflum og niðurstöðu. Í hinum viðtökufræðilega kafla greini ég orðræðuna umhverfis verkin frekar en verkin sjálf og kaflinn tekur jafnframt til umfjöllunar og kynnir þverfræðilegar kenningar á sviði femínisma sem gagnlegar eru í kynjapólitískri greiningu á menningarafurðum. Í fyrsta greiningarkafla er unnið með Konur (2008) og Antichrist (2009), en í þeim seinni er sjónum beint að Kötu (2014) og Dogville (2003). Áherslur verkanna eru ólíkar og er greining eftir því, en lögð er áhersla á birtingarmynd kvenna annars vegar og hins vegar hvernig ofbeldið sem þær beita, eða eru beittar, staðsetur þær í samfélagsgerðinni og afhjúpar hvernig djúpformgerð hins karllæga valds er í senn stofnanavædd og kerfisbundin. Skilvirkni þess er því margföld á við þá valdbeitingu sem einstaklingum er fært að beita. Jafnframt verður áhersla lögð á greiningu á því hvernig höfundarnir tveir innlima kvenhatursorðræðu í þeim tilgangi að gagnrýna hana, en niðurstaðan leiðir loks líkur að því að meðvituð beiting þessara tveggja höfunda á karllægri orðræðu afhjúpi valdbeitinguna sem hún felur í sér og framandgeri hana um leið.

Samþykkt: 
  • 15.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf6.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kápa1.pdf1.06 MBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna