is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21604

Titill: 
  • Merkingar á heilgómum. Algengi, tegundir og mikilvægi auðkennismerkinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Markmiðið var að gera fræðilega úttekt á heilgómamerkingum, taka saman helstu tegundir og aðferðir ásamt því að varpa ljósi á tilgang og mikilvægi þess að merkja heilgóma. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunum Hversu algengt er að heilgómar séu merktir hér á landi? Hvernig merkingar eru helst notaðar? og Hversu mikilvægt finnst tannlæknum og tannsmiðum að merkja heilgóma?
    Aðferðir: Megindlegri aðferðarfræði var beitt við gagnaöflun með spurningakönnun sem samanstóð af 12 spurningum. Könnunin var send rafrænt til 280 tannlækna og 77 tannsmiða með beiðni um þátttöku. Tölulegum gögnum var aflað frá Sjúkratryggingum Íslands og megindlegum aðferðum beitt við úrvinnslu þeirra. Eigindlegri nálgun var beitt með óstöðluðum einstaklingsviðtölum við tvo sjúkraliða sem starfa við umönnun aldraðra og einn tannlækni sem hefur sérmenntun í réttartannlæknisfræði.
    Niðurstöður: Svarhlutfall í spurningakönnun var 39,5% (n=141). Mikill meirihluti þátttakenda, eða 87,7%, sögðust sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei spyrja heilgómasjúklinga hvort þeir vilji fá merkingu á tanngervið, sama svöruðu 85,1% þátttakenda þegar spurt var hvort heilgómar væru merktir á þeirra vegum. Samt sem áður þótti helmingi þátttakenda frekar mikilvægt eða mjög mikilvægt að merkja þá og langflestir þátttakenda, eða 84,8%, voru mjög sammála eða frekar sammála því að sú þjónusta að merkja heilgóma ætti alltaf að vera í boði fyrir sjúklinga. Flestir þátttakenda sem merkja heilgóma nota málmborða, eða 72,4%. Hæsta hlutfall merkinga af niðurgreiddum heilgómum hjá Sjúkratryggingum Íslands var 8%. Niðurstöður úr viðtölum gáfu til kynna að heilgómar eiga það til að týnast á hjúkrunar- og dvalarheimilum fyrir aldraða og merktir heilgómar geta verið mikilvægt gagn í réttarrannsóknum þar sem tannfræðileg greining er oftast notuð við að bera kennsl á fólk.
    Ályktun: Mikilvægt er að tannlæknar og tannsmiðir ræði saman um hvort bjóða skuli upp á þá þjónustu að merkja nýja eða gamla heilgóma. Tannheilsuteymið mætti vera duglegra að kynna þjónustuna og mikilvægi hennar fyrir heilgómasjúklingum, sérstaklega þegar litið er til þess að meirihluti notenda tanngervisins eru aldraðir.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: The main objective of this study is to conduct an extensive review of denture marking. This includes analyzing key methods in denture marking and evaluating the utility and benefits. In this paper we review the state of denture marking in Iceland and the views of dentists and dental technicians towards denture marking with the goal of answering the questions What is the prevalence of denture marking? What method of denture marking are most commonly used? and How much emphasis do dentists and dental technicians place on denture marking?
    Methods: In this paper, we utilize quantitative methods, notably a questionnaire composing of 12 questions sent to 280 dentists and 77 dental technicians. Statistical data was aquired from Icelands Health Insurance and interviews were conducted with three healthcare workers, two paramedics working in elderly care and a dentist specializing in forensic odontology.
    Results: 141 participants responded to our survey, a response rate of 39,5%. A significant majority, 85,1%, rarely, very rarely or never marks dentures while half consider denture marking important or very important. A large majority, or 87,7%, rarely, very rarely or never ask patients whether denture marking would interest them. However, a majority, 84,8% agrees or strongly agrees that denture marking should always be readily available for patients. Most participants utilize metal band for marking, or 72,4%. Data from Icelands Health Insurance indicate that highest rate of subsidized denture markings was only 8%. Interviews with healthcare workers suggest high value of dental marking due to frequent occurence of missing dentures in retirement homes and hospitals. Furthermore, denture marking is highly important due the significance of odontology in forensic identification.
    Conclusion: We find that dentists and dental technicians need to coordinate on whether denture marking should be offered to patients and that patients need to be better informed on the option of marking the dentures.

Samþykkt: 
  • 22.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Merkingar a heilgomum.pdf10.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna