is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21605

Titill: 
  • Titill er á ensku Blood Donors in Iceland: A Nationwide Population-Based Study in 2005-2013
  • Blóðgjafar á Íslandi: Lýðgrunduð rannsókn á landsvísu frá 2005 til 2013
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    In this study we leveraged on nationwide data to determine the size of the blood donor group in Iceland and describe its demographic- and donation characteristics. In particular we sought to describe all newly registered and regular whole blood donors in the country during the period 2005-2013. Data on the blood donors were based on information from the computer system in the Icelandic Blood Bank. Data on the Icelandic source population were retrieved from the publicly available population statistics from The Bureau of Statistics in Iceland. Following, the findings could be used to develop sound strategies for recruitment and retention of the donor group in Iceland.
    Our results indicate that the number of regular whole blood donors and donations decreased by 12.2% and 13.0%, respectively, from 2005 to 2013. The sexes were almost equally represented, as newly registered donors during the period, i.e. on average 47.5% females versus 52.5% males. However males (73.3%) were better represented as regular whole blood donors than females (26.7%). The mean age of newly registered donors was 29.2 years and the majority of newly registered donors were in the youngest age group, 18-25 years (51.7%). The mean age of whole blood donors was 38.6 years and the majority was in the age groups group 26-40 year (34.7%) and 41-55 year (35.1%). Only 57.3% of newly registered donors in 2005-2006, came back to donate at least once in the period 2005-2013. During the period 2005-2013 on average of 5.1% of the general population in Iceland, aged 18-69 years, donated whole blood or other blood components at least once.
    Even though the whole blood donor group and number of donations have declined in recent years, the supply seems to have been according to demand. Thus, use of blood components within hospitals is likely to have become more efficient during this period. However, according to population forecasts in Iceland, the need to increase the number of blood donors is foreseeable, as the age of the nation continues to rise. Smaller retention rate among females than males gives the opportunity to focus on increasing the share of women among regular whole blood donors. The same applies to newly registered donors and strategic work toward their effective recruitment to ensure a sufficiently large group of blood donors in Iceland in the near future.
    Key words: Blood donors, blood donations, demographics, donor characteristics, recruitment

  • Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa stærð og lýðfræðilegum einkennum íslenska blóðgjafahópsins og þróun hópsins á tímabilinu 2005-2013. Einkum var markmiðið að lýsa öllum nýskráðum blóðgjöfum sem hafa ekki enn gefið í poka og virkum heilblóðsgjöfum. Rannsóknin er lýðgrunduð á landsvísu og byggð á upplýsingum um blóðgafahópinn úr tölvukerfi Blóðbankans og tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á Íslandi. Niðurstöðurnar gætu gagnast við stefnumótun Blóðbankans til að viðhalda og endurnýja blóðgjafahópinn á Íslandi.
    Niðurstöður okkar sýndu að heildarfjöldi virkra heilblóðsgjafa lækkaði um 12,2% frá árinu 2005 til 2013 og heilblóðssöfnunum fækkaði um 13,0% á sama tímabili. Hlutfall kynjanna meðal nýskráðra blóðgjafa var að meðaltali nokkuð jafnt á tímabilinu, þ.e. konur 47,5% og karlar 52,5%. Aftur á móti var hlutur karla (73,3%) sem virkra heilblóðsgjafa mun hærri en kvenna (26,7%). Meðalaldur nýskráðra blóðgjafa var 29,2 ár og flestir þeirra voru í yngsta aldurshópnum,18-25 ára (51,7%). Meðalaldur virkra heilblóðsgjafa var 38,6 ár og flestir þeirra voru í aldurshópunum, 26-40 ár (34,7%) og 41-55 ára (35,1%). Einnig sýndu niðurstöður okkar að aðeins 57,3% þeirra sem voru nýskráðir blóðgjafar á árinu 2005-2006, kom til baka og gaf a.m.k. einu sinni í poka á tímabilinu fram til 2013. Á tímabilinu 2005-2013 gaf að meðaltali 5,1% af þjóðinni á aldrinum 18-69 ára heilblóð eða blóðhluta að minnsta kosti einu sinni.
    Á undanförnum árum hefur einstaklingum sem gefa heilblóð og fjölda heilblóðssafnana fækkað. Þar sem Blóðbankinn virðist samt sem áður anna eftirspurn sjúkrahúsanna má álykta að það hafi tekist að minnka blóðhlutanotkun sjúkrahúsanna og heilblóðssöfnun í kjölfarið á tímabilinu. Til lengri tíma litið þarf hins vegar að fjölga blóðgjöfum á næstu árum og áratugum, meðal annars vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar og áframhaldandi þróunar í þá átt samkvæmt mannfjöldaspám, sem getur haft í för með sér aukna blóðhlutanotkun. Minna hlutfall kvenna en karla sem virkra heilblóðsgjafa gefur tækifæri til að leggja áherslu á að auka hlut kvenna á meðal reglulegra heilblóðsgjafa. Þar sem niðurstöður okkar sýna að endurkomur nýskráðra er ekki mjög góð er tækifæri í kjölfarið að leggja áherslu á að viðhalda endurkomum nýskráðra og tryggja þannig nægilega stóran hóp blóðgjafa á Íslandi í náinni framtíð.
    Lykilorð: Blóðgjafar, blóðsöfnun, lýðfræði, einkenni blóðgjafa, nýliðun

Samþykkt: 
  • 22.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Vigdís Jóhannsdóttir.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna