is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21669

Titill: 
  • Erfiðleikar í æsku og andleg líðan á fullorðinsárum. Niðurstöður landskönnunar „Heilbrigði og aðstæður Íslendinga“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að kanna áhrif erfiðleika í æsku á andlega líðan á fullorðinsárum og voru sérstaklega teknir fyrir þættirnir kvíði, þunglyndi og reiði. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvert er algengi kynferðisofbeldis í æsku og annarra erfiðleika á Íslandi og hver er tenging þess við andlega líðan á fullorðinsárum? Er marktækur munur á andlegri líðan fólks sem hefur upplifað erfiðleika og þeirra sem ekki hafa upplifað erfiðleika í æsku?
    Verkefnið byggir á landskönnuninni „Heilbrigði og aðstæður Íslendinga“ sem fór fram haustið 2006 og tók til 3000 manna slembiúrtaks úr Þjóðskrá á aldrinum 18-75 ára. Sendur var út spurningalisti sem innihélt samtals 539 atriði sem vörðuðu meðal annars erfiðleika í æsku og andlega líðan á fullorðinsárum. 1532 einstaklingar skiluðu útfylltum og gildum spurningalista (60,03% heimtur).
    Marktækur munur var á meðalfjölda stiga hvað varðar kvíða, þunglyndi og reiði hjá þeim sem upplifað höfðu kynferðislegt ofbeldi samanborið við þá sem ekki höfðu upplifað það. Sama gilti um þá sem upplifað höfðu aðra neikvæða atburði/aðstæður í æsku. Flestir sem upplifað höfðu alvarlegan atburð eða erfiðar aðstæður greindu aðeins frá einum slíkum þætti. Af þeim þremur þáttum sem teknir voru til greina undir flokknum atburðir og aðstæður aðrar en kynferðislegar var flokkurinn alkóhólismi foreldris algengastur. Samanburður á kynferðislegu ofbeldi í æsku og öðrum alvarlegum atburðum og aðstæðum í æsku sýndi að kynferðislega ofbeldið tengdist lakari líðan þolenda og virðist þar af leiðandi hafa haft afdrifaríkari afleiðingar.
    Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu upplýstir um þá hópa sem eiga á hættu að verða fyrir verri andlegri heilsu á fullorðinsárum og eru þeir í lykilstöðu til að skima fyrir áhættuþáttum eins og kvíða, þunglyndi og reiði.
    Lykilorð: erfiðleikar, ofbeldi, æska, andleg líðan, fullorðinsár, áhættuþættir

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erfiðleikar í æsku og andleg líðan á fullorðinsárum.pdf536.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna