is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21677

Titill: 
  • Áhrif fæðingarþunglyndis á tengslamyndun. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fæðing barns í þennan heim er í flestum tilfellum gleðiviðburður fyrir verðandi foreldra. Barneignir hafa þó í för með sér miklar breytingar á högum fólks á öllum sviðum lífsins. Fæðingarþunglyndi mæðra eftir fæðingu barns er algengara en margan grunar og getur haft mikil áhrif á fjölskyldulífið næstu vikur og mánuði eftir barnsburð. Með árunum hafa rannsakendur lagt meiri áherslu á mikilvægi öruggrar tengslamyndunar milli móður og barns, sem talin er hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins. Vegna þessa hafa verið settar fram ýmsar tilgátur um að fæðingarþunglyndi hafi áhrif á tengslamyndun.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að afla frekari upplýsinga um helstu áhættuþætti, afleiðingar og úrræði fæðingarþunglyndis með það að markmiði að fá frekari vitneskju um áhrif þess á örugga tengslamyndun milli móður og barns. Auk þess var leitast við að vekja athygli á hlutverki hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra við umönnun foreldra við slíkar aðstæður. Heimilda var aflað í gegnum gagnasöfn á við PubMed, Cinahl, ProQuest og Science Direct ásamt ýmsum fræðibókum, sem voru fengnar bæði af veraldarvefnum og á Landsbókasafni. Rýnt var í helstu niðurstöður ritrýndra fræðigreina sem beina sjónum sínum að ofangreindum markmiðum.
    Helstu niðurstöður sýndu að fæðingarþunglyndi er alvarleg geðlægðarlota sem hrjáir 10-15% mæðra um allan heim. Þessi andlega vanlíðan móður getur haft verulega neikvæð áhrif á tengslamyndunarferlið, sem talið er skipta sköpum fyrstu árin í lífi barns. Mæður með fæðingarþunglyndi eru í mun veikari stöðu til að uppfylla mikilvægustu þarfir barna sinna, sem getur í verstu tilfellum stofnað vitsmuna-, tilfinninga- og atferlisþroska barnsins í hættu. Vegna þessara afleiðinga hefur verið lögð áhersla á mikilvægi meðferðar og viðeigandi úrræða fyrir fjölskyldur sem glíma við slíkan vanda og geta hjúkrunarfræðingar gegnt mikilvægu hlutverki í að stuðla að bata hennar. Að því sögðu er mikil þörf á að hjúkrunarfræðingar búi yfir þekkingu er beinist að einkennum fæðingarþunglyndis auk þess að þekkja þau úrræði sem standa til boða til eflingar jákvæðrar tengslamyndunar.
    Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, tengsl, tengslamyndun móður og barns, samskipti, þroski, skimun, meðferðarúrræði, hlutverk hjúkrunarfræðinga.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif_fæðingarþunglyndis_á_tengslamyndun.pdf616.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna