is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21679

Titill: 
  • Titill er á ensku Dietary patterns and sociodemographic factors associated with cod liver oil intake among 10-11 year old children
  • Tengsl fæðuvals og félagslegra þátta við lýsisneyslu 10-11 ára barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Á fyrri hluta ævinnar er góð næring mikilvæg fyrir vöxt, þroska og heilsu barna, bæði yfir skemmri og lengri tíma. Rannsóknir á mataræði íslenskra barna hafa sýnt að mataræði þeirra megi bæta umtalsvert og að neysla D-vítamíns undir opinberum ráðleggingum sé viðvarandi vandamál, en erfitt er að fá nægjanlegt magn efnisins án þess að nota fæðubót. Lítið er vitað um hvaða þættir spá fyrir um notkun fæðubótarefna hjá börnum.
    Markmið: Að kanna hvaða þættir einkenna 10-11 ára börn sem taka lýsi og meta mataræði þeirra í tengslum við félagslegan bakgrunn þeirra og vísbendingar um heilsu.
    Aðferðir: Ritgerðin byggir á íslenska hluta Norrænnar rannsóknar sem nefnist ProMeal. Börnum á aldrinum 10-11 ára (n=240) úr sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt. Lokaúrtakið var 219 börn. Lýsisneysla var metin með spurningalista sem börnin svöruðu sjálf. Upplýsingar um félagslegan bakgrunn, heilsu barnanna, árangur í skóla og hreyfingu var safnað frá foreldrum barnanna með rafrænum spurningalista. Hollusta fæðunnar var metin út frá spurningalista sem lagður var fyrir foreldra, byggð á neyslutíðni jákvæðra þátta í mataræði svo sem ávaxta og grænmetis, brauðs (heilkorna- og hrökkbrauð), fisks og sjávarfangs og neikvæðra þátta á borð við sælgæti, bakkelsi, gosdrykki, franskra kartaflna, fullfeits viðbits, osta og unninna kjötvara. Upplýsingar um hæð og þyngd þáttakenda fengust með mælingum í skólanum.
    Niðurstöður: Ríflega helmingur þátttakenda tók lýsi alla eða flesta daga. Háskólamenntun foreldris sem svaraði spurningalistanum jók líkur á lýsisneyslu barnsins OR: 2,8 (95% CI:1,0-7,4) (p=0,043). Börn í kjörþyngd voru einnig líklegri til að taka lýsi OR: 2,6 (95% CI:1,3-5,3) (p=0,009) heldur en börn sem voru yfir kjörþyngd. Enn fremur voru börn sem ekki höfðu verið greind með fæðuofnæmi eða óþol samkvæmt spurningalista foreldra líklegri til að taka lýsi OR: 5,9 (95% CI:1,6-21,8) (p=0,008) heldur en börn sem höfðu slíka greiningu. Hollusta fæðunnar var talin léleg meðal 52,3% þátttakenda, 45,4% fengu einkunn sem gaf til kynna miðlungsgott mataræði og 2,3% einkunn sem gaf til kynna að mataræðið væri heilsusamlegt.
    Ályktanir: Menntun móður virðist hafa forspárgildi fyrir lýsisneyslu barna. Hlutfall barna sem mælist innan þeirra marka að mataræði teljist heilsusamlegt er áhyggjuefni og ljóst að aðgerða er þörf til að bæta mataræði íslenskra ungmenna.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: In the early stages of life nutrition is important to facilitate proper growth and for short- and long-term health. Studies on the diet of children in Iceland have shown that the total diet can be improved considerably and consistently intake of vitamin D has been lower than recommended. Meeting recommendations of the vitamin is difficult without using supplements. Little is known about the positive predictors for children dietary supplement use.
    Aims: To study the characteristics of 10-11 year old children who take cod liver oil and to assess the total healthiness of the diet in relation to sociodemographic factors and indicators of children’s health.
    Methods: This thesis is based on the Icelandic part of a Nordic study called ProMeal. Children aged 10-11 (n=240) from six elementary schools in the capital area were invited to participate. The final sample was 219 children. Intake of cod liver oil was assessed by a short questionnaire answered by the children. Information on sociodemographic factors, child’s health, academic performance and physical activity was collected from the parents with a web-based questionnaire. Healthiness of the diet was evaluated from a parental questionnaire, based on food frequencies for positive aspects of the diet such as Fruit and vegetables, Bread (wholegrain, crisp) and Fish and seafood as well as negative aspects such as Candies, cakes, soft drinks, fried potatoes, full fat spread on bread, Cheese and Sausages. Information on the participants’ height and weight were obtained by measurements at the school.
    Results: A little over half of the participants took cod liver oil regularly. Children with caregivers answering the questionnaire that had finished university, were more likely to take cod liver oil OR: 2,8 (95% CI:1,0-7,4) (p=0,043). Children of normal weight were also more likely to take cod liver oil than those who were overweight or obese OR: 2,6 (95% CI:1,3-5,3) (p=0,009). Furthermore, children with no diagnosed food allergies or intolerances according to the questionnaires were more likely to take the oil OR: 5,9 (95% CI:1,6-21,8) (p=0,008). Healthiness of the diet was considered poor for 52,3% of the participants, 45,4% had a score indicating medium diet quality and 2,3% a score indicating a healthy diet.
    Conclusions: Maternal education might be an important predictor for children cod liver oil intake the percentage of children estimated to have a healthy diet is a concern and actions are clearly needed to improve the dietary status of the Icelandic youth.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristínJónsdóttir-MsRitgerð.pdf907.56 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF