is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21684

Titill: 
  • Upplifun foreldra af lundarfari 3-4 ára barna sinna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Lundarfar byggir á erfðafræðilegum grundvelli þótt umhverfi sé talið hafa áhrif því lundarfarið þróast að einhverju leyti með tímanum. Nokkuð er til af erlendum rannsóknum sem skoða lundarfar barna og áhugavert er að sjá hvort svipaðar niðurstöður fáist á Íslandi.
    Tilgangur: er að skoða þætti sem talin eru hafa áhrif á lundarfar ungra barna ásamt því að skoða hvort munur sé á svörum foreldra eftir aldri og kyni, til þess að geta nýtt þá þekkingu í forvörnum og í meðferð.
    Aðferð: Stuðst var við gögn úr langtímarannsókn Guðrúnar Kristjánsdóttur og Margrétar Eyþórsdóttur þar sem nýorðnum foreldrum var fylgt eftir í fjögur ár. Þátttakendur voru 129 foreldrar og svarhlutfallið 58,6%. Til að meta lundarfar á fjórða aldursári barns var notast við spurningalista McDevitt og Carey, BSQ. Aðrar breytur voru: kyn foreldris, deild, tegund fæðingar, menntun foreldris, aldur foreldra, meðgöngulengd, þunglyndi og kvíði mæðra.
    Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur þegar skoðuð voru tengsl fyrirbura við lundarfar og fæðingartegundar við lundarfar. Mæður barna á Hreiðri segja börnin vera marktækt hlédrægari en mæður barna á Vökudeild. Mæður upplifa marktækt meiri þunglyndis- og kvíðaeinkenni einni viku eftir en sex vikum eftir fæðingu. Fylgni er á milli þunglyndis mæðra sex vikum eftir fæðingu og lundarfars barna á fjórða ári. Eldri mæður og feður meta börn sín marktækt með auðveldara lundarfar en yngri foreldrar.
    Ályktanir: Út frá niðurstöðunum má álykta að lundarfar sé að mestu arfgengt þar sem umhverfisáhrif, eins og tegund fæðingar og að barn fæðist fyrirburi og hafi þurft að liggja á vökudeild, hafa ekki greinanleg áhrif. Andlegt heilsufar mæðra og aldur foreldra hafa þó áhrif á hvernig þau meta lundarfar barna sinna við 3-4 ára aldur. Lundarfar barnanna var einungis metið einu sinni og því sást ekki breyting á því yfir tíma og því ekki unnt að svara hvort þessir þættir breyti lundarfari barnsins með tímanum eða hvort þetta sé einungis skynjun foreldra, sem getur verið neikvæðari vegna þunglyndis eða ungs aldurs.
    Lykilorð: lundarfar, tegund fæðingar, meðgöngulengd, heilsufar, BSQ Carey

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Temperament geneticly disposed though environment is also likely to play a significant role in its development as temperament develops over time.
    Purpose: The purpose of this study is to view factors considered to affect young children’s temperament as well as to examine if parents respond differently to questions on their child’s temperament by age and sex. The knowledge will be usefull in the development of prevention and treatment in nursing care.
    Method: Data from a long term followup study of new parents for four years by Guðrún Kristjánsdóttir and Margrét Eyþórsdóttir was analyzed. Participants were 129 parents and the response rate was 58.6%. To measure children’s temperament McDevitt and Carey questionnaire was used, called BSQ. Other variables were: parent’s gender, hospital ward of child birth, method of birth, parent education, parental age, gestational age, mother’s depression and anxiety.
    Results: There was neither a significant different on child temperament by preterm birth nor birth type. Mothers who rested in Hreiður (natural birth unit) after birth thought their children were significantly more withdrawn than mothers of children who stayed in the NICU after birth. Mothers experience significantly more depression and anxiety the first week after giving birth than six weeks after childbirth. There is a significantly correlation between mother’s depression six weeks after childbirth and children’s temperaments at 3-4 years of age. Older parents perceive their children’s temperament significantly less demanding than younger parents do.
    Conclusion: According to these results the conclusion is that the temperament is most likely predisposed by birth since environmental influences such as methods of childbirth, premature birth or a stay in the NICU, appears to have no apparent effect on the child’s temperament four years later. Mother’s mental health and parent’s age do however show an impact on how parents perceive the temperament of their children at 3-4 years of age. Temperament is only assessed once and for that reason it is impossible to see any change over time and therefore cannot answer if these factors influence changes in children’s temperament over time or whether it is only the parent’s own perception, which can be more negative because of the mother’s depression or the parent’s young age.
    Key words: temperament, birth type, gestational age, mother’s health, BSQ Carey.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun foreldra af lundarfari 3-4 ára barna sinna.pdf646.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna