is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21688

Titill: 
  • Skuldbinding nemenda til náms og skóla: Tengsl við farsæla þroskaframvindu og þunglyndiseinkenni meðal unglinga
Útdráttur: 
  • Vantað hefur heildstæða kenningu á Íslandi um farsæla þroskaframvindu barna og unglinga þar sem athyglinni er beint að styrkleikum sem hægt er að hlúa að. Tilgangur þessarar rannsóknar var að prófa erlendar kenningar í íslensku samhengi um mikilvægi skuldbindingar til náms og skóla fyrir farsæla þroskaframvindu. Rannsóknin byggir á gögnum úr langtímarannsókn á vegum Dr. Steinunnar Gestsdóttur en gagnasöfnun fór fram í október og apríl skólaárin 2012-2014 þegar nemendur voru í 9. og 10. bekk. Rannsóknin takmarkaðist við stóra og miðlungsstóra skóla á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi en alls tóku 561 nemandi úr 15 skólum þátt. Skuldbinding til náms og skóla við upphaf 10. bekkjar sýndi sterk jákvæð tengsl við farsælan þroska og neikvæð tengsl við þunglyndiseinkenni við lok 10. bekkjar. Unglingar sem lýstu meiri skuldbindingu til náms og skóla sýndu mun fleiri einkenni farsællar þroskaframvindu og töluvert færri þunglyndiseinkenni óháð kyni, menntun foreldra, þjóðfélagsstöðu og námsárangri. Stúlkur sýndu að jafnaði meiri skuldbindingu til náms og skóla en drengir, munurinn á hópunum var þó lítill. Niðurstöður rannsóknarinnar renna stoðum undir erlendar kenningar um farsæla þroskaframvindu sem benda til að með sameiginlegu átaki á milli skóla og heimilis sé hægt að hafa mikil áhrif á skuldbindingu til náms og skóla og stuðla þannig að farsælli þroskaframvindu og auka velferð barna og unglinga.
    Lykilorð: Skuldbinding til náms og skóla, farsæl þroskaframvinda, þunglyndi

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldbinding til náms og skóla.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna