is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2168

Titill: 
  • Bein ræða í samtölum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samtöl, sem eru hluti af mannlegri tilveru, er hægt að skoða frá mörgum hliðum. Í
    þessari ritgerð er sjónum beint að samtalsgreiningu (e. Conversation Analysis: CA) og
    kenningum hennar sem tilheyra nútíma málvísindum. Í ritgerðinni er hugað að notkun
    beinnar ræðu í samtölum út frá ýmsum sjónarhornum. Með því að skoða samtöl var
    athugað hvernig bein ræða er kynnt, hver virkni hennar er í samtalinu, setningarleg
    einkenni og staða hennar innan frásagnar. Til þess að fá hugmynd um hvernig þessu
    er háttað voru 20 dæmi úr fjórum eðlilegum samtölum skoðuð en þau voru samtals
    um 84 mínútur að lengd. Dæmin voru greind með aðferð samtalsgreiningar (CA) –
    bæði með hlustun og nákvæmri skráningu gagna.
    Niðurstaðan gefur vísbendingu um að bein ræða sé gefin til kynna á þrennan hátt:
    með orðræðuögn, með sögninni segja og með því að breyta tónfalli eða raddstyrk.
    Virkni beinnar ræðu tengist því í hvern er vitnað og hvernig umræðuefnið þróast á
    eftir henni. Tilgangurinn virðist yfirleitt vera sá að segja frá á eftirminnilegan hátt; að
    sviðsetja tiltekin atvik með tilheyrandi orðavali og rödd. Athugunin leiddi í ljós að
    mælendur vitna aðallega í fjarstadda málhafa með beinni ræðu en þó oft í sjálfa sig
    þar að auki til að endurskapa gömul samtöl. Þróunin á eftir beinu ræðunni tengist
    svokallaðri endurgjöf frá hlustanda sem er yfirleitt hlátur, lágmarkssvör (sbr. orðin já
    og nei) eða að hlustandi spyr nánar út í það sem felst í tilvitnuðu orðunum. Einnig
    kom í ljós að beina ræðan kemur yfirleitt fyrir í meginmáli frásagna, í risi þeirra, en
    síður í inngangi þar sem aðstæður eru kynntar eða í lokaþætti frásagnar þar sem
    þræðir eru dregnir saman. Bein ræða getur verið allt frá einu orði upp í langar
    frásagnir af einstökum atburðum.

Samþykkt: 
  • 6.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrun_Yrr_Bjarnadottir_fixed.pdf645.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna