is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21693

Titill: 
  • Hafa allir jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu? Jaðarsettir hópar og heilbrigðiskerfið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar fræðilegu samantektar eru jaðarsettir hópar, helstu heilsufarskvillar þeirra og samband þeirra við heilbrigðiskerfið. Jaðarsettir hópar eru þeir hópar sem settir eru á jaðarinn af samfélaginu m.a. vegna aðstæðna eða lífsstíls síns. Þeir jaðarsettu hópar sem fjallað var um í þessu verkefni eru heimilislausir, fólk í neyslu eða með fíknir, innflytjendur og fátækt fólk.
    Höfundur hefur starfrækt hjúkrunarmóttöku fyrir heimilislausa einstaklinga og fólk í neyslu með samnemendum sínum. Við þau störf varð höfundi ljóst að skjólstæðingar móttökunnar sóttu yfirleitt ekki hefðbundin heilbrigðisúrræði fyrr en allt um þraut og lá leiðin þá á bráðamóttöku Landspítalans. Tilgangur samantektarinnar var að kanna hvort rannsóknir staðfestu grun höfundar um að jaðarsettir hópar hafa verra aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Einnig var fjallað um hlutverk hjúkrunarfræðinga í þjónustu við jaðarsetta hópa og ýmis heilbrigðisúrræði sem skoðuð voru með tilliti til reynslu höfundar.
    Byggt var á rannsóknum frá árinu 2004 til 2015. Leitað var að heimildum á ensku sem fjölluðu um heilsu þeirra jaðarsettu hópa sem verkefnið einskorðaðist við, hindranir þeirra að heilbrigðis-kerfinu og úrræði sem löguð eru að þörfum þeirra. Lítið var um heimildir er vörðuðu jaðarsetta hópa á Íslandi en notast var við ýmsar opinberar skýrslur.
    Niðurstöður leiddu í ljós alvarlegar heilsufarsáhættur fyrir jaðarsetta hópa og skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Skert aðgengi ásamt meiri hættu á verri heilsu getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir jaðarsetta einstaklinga en einnig veldur skortur þeirra á grunn heilbrigðisþjónustu meira álagi á bráðadeildir sjúkrahúsa.
    Álykta má að frekari rannsókna sé þörf á Íslandi sem taka til heilsufar og hagi jaðarsettra hópa og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu. Ef litið er til annarra landa má sjá að Ísland er aftarlega í þjónustu sinni við þessa hópa og frekari aðgerða er þörf.
    Lykilorð: ókeypis heilsugæsluþjónusta, heilbrigðisþjónusta, skaðaminnkun, viðkvæmir þjóðfélagshópar, jaðarsettir hópar, innflytjendur, heimilisleysi, vímuefnaneytendur, fátækt og hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this literary review are marginalized groups, their health issues and their relationship towards the healthcare system. Marginalized groups are put on the margins by society, e.g. due to their circumstances or lifestyle. The marginalized groups that were the subject of this thesis are the homeless, drug users and people with addiction, immigrants and impoverished people.
    The author has, along with her co-students, run a nurse clinic for homeless people and drug users. While working in the clinic it became clear that the clients did not seek out traditional healthcare until they were really ill and had to seek help in the emergency room.
    The purpose of this review was to examine if researches confirm the authors suspicion about marginalized groups having more difficulties accessing healthcare. In addition the subject was also the role of nurses in caring for the marginalized and various healthcare programs. Those subjects were reflected upon and compared with the authors’ experience.
    Included were publications from 2004-2015. Databases were searched for studies in English that included health status of the marginalized groups specified in the thesis, their limitations to healthcare and programs designed for serving their health needs. Official reports were used in the review but little has been researched about marginalized groups in Iceland.
    The results revealed serious health risks that marginalized groups face and their lack of accessibility to healthcare. Lack of healthcare along with worsened health can have grave consequences for marginalized people not to mention the healthcare system in itself as the strain on emergency departments’ increases.
    It can be concluded that more research is needed about the health status of the marginalized in Iceland and their accessibility to healthcare. Compared to other countries it’s clear that Iceland is behind in its service towards marginalized groups and there is a need for more action.
    Keywords: free clinic, healthcare, harm reduction, vulnarable populations, marginalized populations, immigrants, homeless, drug addicts, poverty and nursing.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafa allir jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu - Anna Kristín B. Jóhannesdóttir.pdf422.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna