is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21700

Titill: 
  • Foreldrar flogaveikra barna: Streituvaldandi þættir, stuðningsþarfir og hlutverk hjúkrunarfræðinga
  • Titill er á ensku Parents of children with epilepsy: Stressful factors, support needs and the role of nurses
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flogaveiki er algengasti, alvarlegi taugasjúkdómurinn sem hrjáir allt að sjötíu milljónir manna í heiminum. Talið er að sex af hverjum þúsund manns muni koma til með að þróa með sér flogaveiki einhvern tímann á ævinni, þar af eru 60-70% sem ná að halda niðri einkennum kvillans með lyfjum en hin 30-40% einstaklinga halda áfram að upplifa krampa með mis mikilli tíðni floga og með mis alvarlegum flogaköstum. Sumir einstaklingar fá flogaveiki af óútskýrðum ástæðum, aðrir vegna erfða og enn aðrir vegna meðfæddra galla.
    Þegar barn greinist með flogaveiki upplifir fjölskyldan mikið álag. Foreldrar flogaveikra barna upplifa einkenni líkt og ótta, streitu, kvíða og þunglyndi og eru mæður flogaveikra barna í sérstakri áhættu vegna þess að þær eru yfirleitt helstu umönnunaraðilar barnanna.
    Markmið þessa verkefnis var að gera fræðilega úttekt á flogaveiki hjá börnum og kanna hvaða áhrif kvillinn getur haft á fjölskylduna. Einnig var kannað hvaða hlutverki hjúkrunarfræðingar gegna í fræðslu og ráðgjöf til fjölskyldna flogaveikra barna. Kerfisbundin fræðileg samantekt var framkvæmd á áhrifaþáttum á fjölskyldur flogaveikra barna, þar sem rýnt var í rúmlega 40 greinar og þær greindar frá tímabilinu 2003-2015.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að helstu áhrifaþáttum á fjölskyldur flogaveikra barna má skipta í fimm flokka (1) streita, (2) óvissa, (3) þunglyndi, (4) kvíði og (5) sorg. Streita reyndist vera sá áhrifaþáttur sem hafði hvað mest áhrif á þennan fjölskylduhóp.
    Hjúkrunarfræðingar þurfa að horfa heildrænt á fjölskyldur flogaveikra barna og einnig leiddu niðurstöður í ljós að skortur er á upplýsingaflæði til foreldra flogaveikra barna og eins er skortur á að fylgst sé með andlegri líðan foreldranna. Foreldrar hafa þá mikla þörf fyrir áframhaldandi stuðning eftir að barn þeirra greinist með flogaveiki og gegna hjúkrunarfræðingar mikilvægu hlutverki í að meta líðan foreldra flogaveikra barna og að veita einstaklingsmiðaðar fræðslur, eftir þörfum hverrar fjölskyldu fyrir sig.
    Lykilorð: Flogaveiki, foreldrar flogaveikra barna, streituvaldandi þættir, stuðningsþarfir, hlutverk hjúkrunarfræðinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Epilepsy is the most common serious neurological disorder and afflicts 70 million individuals worldwide. It is estimated that six in one thousand individuals will develop epilepsy during their lifetime. Of those, 60-70% are be able to negate the symptoms with medication, but the other 30-40% will be affected by symptoms such as cramps and seizures. Epilepsy is some times unexplained but often it can be traced to heredity and birth defects.
    When a child is diagnosed with epilepsy its family can experience severe stress causing symptoms such as fear, anxiety and depression. The child‘s primary caretaker, most often its mother, is at a high risk of developing these symptoms.
    The main purpose of this thesis is to study epilepsy in children on a theoretical level and its affects on the their families. Additionally the thesis studies the role nursing plays in educating and advising the families of epileptic children. A systematic theoretical review, of over 40 articles from 2003 to 2015, was performed on the affects epilepsy has on families of epileptic children.
    The results of the review revealed that the affects on families of eplieptic children can be divided into five categories; (1) causes of stress, (2) uncertainty (3) depression, (4) anxiety, and (5) sadness. Furthermore, stress proved to be the biggest contributing factor.
    Nurses must take a holistic approach when dealing with families of epileptic children. There is a lack of information flow to parents of epileptic children and similarly the parents’ mental health is not monitored cloesly when they are in need of continuing support in the event of their child being diagnosed with epilepsy. Nurses play a big part in evaluating the mental health of the parents and giving personalised instructions catered to the needs of each family.
    Key words: Epilepsy, parents of epileptic children, causes of stress, support needs, the role of nurses

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni í hjúkrunarfræði.pdf863.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna