is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21714

Titill: 
  • Hefur hreyfing áhrif á kvíða barnshafandi kvenna?
  • Titill er á ensku Does physical activity affect anxiety among pregnant women?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á meðgöngu verða miklar líkamlegar breytingar en ekki má gleyma því að miklar andlegar breytingar eiga sér einnig stað. Eðlilegt er að konur finni fyrir kvíða á meðgöngu og eru ýmsir þættir sem valda því. Kvíðinn getur verið mismunandi frá einni konu til annarrar. Talið er að hreyfing á meðgöngu sé mikilvæg fyrir konur því regluleg hreyfing bætir bæði andlegt og líkamlegt jafnvægi. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða áhrif hreyfingar á kvíða hjá barnshafandi konum og hvað það er sem veldur þeim kvíða. Markmið samantektarinnar er að upplýsa heilbrigðisstarfsfólk um áhrif hreyfingar á barnshafandi konur og andlega heilsu þeirra. Ef heilbrigðisstarfsfólk er meðvitað um ráðleggingar varðandi hreyfingu og kosti hennar og galla er það betur í stakk búið til að nota hreyfingu sem meðferð. Sökum þess hve mikil áhrif kvíði getur haft á bæði móður og fóstur er mikilvægt að vera vel vakandi fyrir einkennum og meðhöndla kvíðann eftir bestu getu. Helstu niðurstöður þessarar samantektar eru að hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á áhrifum hreyfingar á kvíða hjá barnshafandi konum en þær rannsóknir sem til eru gefa í skyn jákvæð áhrif bæði á verðandi móður og fóstur. Regluleg hreyfing á meðgöngu bætir andlega líðan, minnkar verki, bætir líkamsímynd og undirbýr fyrir komandi fæðingu. Einnig dregur hreyfing úr áhættu á ýmsum fylgikvillum hjá móður svo sem hækkun á blóðþrýstingi, meðgöngueitrun og meðgöngusykursýki. Auka mætti fræðslu kvenna um æskilega hreyfingu og jákvæð áhrif hennar og þar er hlutverk heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt.
    Lykilorð: Meðganga, kvíði, hreyfing.

  • Útdráttur er á ensku

    The physical changes that occur to the mother’s body during pregnancy are quite well known but what about the mental challenges and changes? For example it is normal for women to feel anxiety during pregnancy. There are various factors that can cause the anxiety and they can differ from one woman to another. It is widely believed that physical activity during pregnancy is important for women to improve both mental and physical balance. The purpose of this literature review is to examine the effects of physical activity on anxiety in pregnant women and find what is causing the anxiety. The theoretical goal is to enlighten health care providers on the positive effects of physical activity on pregnant women and mental health. If health care professionals are aware of the recommendations for physical activity and its benefits and disadvantages they are better equipped for using it as a therapy. Because of the significance anxiety can have on both the mother and the fetus it is important to be well aware of the symptoms and treat it in the best way possible. The findings of this summary, document that physical activity improves both mental and physical health. Some studies suggest that physical activity has a positive impact on both the mother and the fetus although effect of physical activity on anxiety in pregnant women has not been extensively researched. Regular physical activity during pregnancy improves mental well-being, reduces pain, improves body image and prepares the woman and fetus for the upcoming birth. Physical activity also reduces the mother’s risk of various complications such as hypertension, preeclampsia and gestational diabetes. Health care providers play a big role in educating pregnant women when it comes to encouraging them to participate in physical activity.
    Keywords: Pregnancy, anxiety, physical activity.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Sif og Eva.pdf688.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS ritgerð Sif og Eva.2.pdf144.38 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna