is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21753

Titill: 
  • Næmisþættir í endurteknu þunglyndi: Hugnæmi, heilabrot, tilfinningastjórn og tengsl við vana
Útdráttur: 
  • Hugnæmi (cognitive reactivity) og heilabrot (rumination) eru næmisþættir fyrir endurkomu þunglyndis, samkvæmt hugrænum sálfræðikenningum. Nýlega var sett fram sú hugmynd að endurteknar vangaveltur um eigin vanlíðan, ókosti og galla (þ.e. heilabrot) megi líta á sem vanabundna hegðun, það er hugrænan vana (mental habit). Tilgangur þessarar rannsóknar var að prófa þessa hugmynd ásamt því að skoða tengsl heilabrota og hugnæmis og hvort þessir tveir næmisþættir tengist skertri tilfinningastjórn í úrtaki fólks með þunglyndissögu (tilraunahópur) og enga slíka sögu (samanburðarhópur). Þátttakendur voru 51 talsins á aldrinum 19-48, þar af 25 í tilraunahópi og 26 í samanburðarhópi, sem mættu í matsviðtal þar sem þeir svöruðu spurningalistum, tekið var við þá hálfstaðlað geðgreiningarviðtal (MINI) auk þess sem þeir leystu tvö verkefni sem mæla tilhneigingu til vanabundinnar svörunnar og hugnæmi (breytingar í neikvæðum viðhorfum við aukna vanlíðan). Niðurstöður sýndu að tilraunahópur hafði meira hugnæmi, ríkari tilhneigingu til heilabrota og vanabundinnar hegðunar og meiri erfiðleika í tilfinningastjórn þegar þessir þættir voru metnir með sjálfsmatslistum, en ekki ef litið var til frammistöðumælinga í tilraunaaðstæðum. Tengsl voru á milli hugnæmis og heilabrota hjá báðum hópum, mælt með sjálfsmatslistum, en frammistöðumælingar þessara hugsmíða voru ótengdar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tilhneiging til heilabrota hefur eiginleika vanabundinnar hegðunar ef miðað er við niðurstöður sjálfsmatslista, sem er í samræmi við nýlegar hugmyndir um heilabrot sem hugræna vanabundna hegðun. Einnig benda niðurstöður til að heilabrot séu óhjálpleg aðferð við að stjórna tilfinningum og að hugnæmi tengist verri tilfinningastjórn.

Samþykkt: 
  • 30.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Tanja Dögg.pdf930.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna