is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21754

Titill: 
  • „Lítil sköpun þroska nær.“ Rannsókn á mansöngvum Sigurðar Breiðfjörðs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari voru mansöngvar Sigurðar Breiðfjörðs rímnaskálds rannsakaðir með það að markmiði að kanna hvort og þá hvernig rímnaskáld tjá sig um eigið líf í mansöngvum rímna sinna. Því hefur gjarnan verið fleygt að þótt mansöngvar virki persónulegir lýsi skáldin ekki sínum eigin tilfinningum í þeim. Hér er sú hugmynd hrakin, a.m.k. hvað varðar Sigurð Breiðfjörð. Sigurður var upp á árunum 1798–1846 þegar rómantíska stefnan hóf innreið sína í íslenskt samfélag sem virðist hafa haft áhrif á hann sem skáld. Hann var fátækur mest alla ævi sína og mjög drykkfelldur. Allt þetta má lesa úr mansöngvum skáldsins. Helstu þemu mansöngvanna eru tekin fyrir, þ.e. ástin, áfengi, vangaveltur Sigurðar um skáldskap ásamt ritdómi Jónasar Hallgrímssonar um rímur hans og loks hugmyndir Sigurðar um valdhafa.

Samþykkt: 
  • 30.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lítil sköpun þroska nær.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna