is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21756

Titill: 
  • Kvíði og þunglyndi meðal unglinga
  • Titill er á ensku Anxiety and depression among adolescents
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin tilgangur þessarar fræðilegu úrtektar er að kanna algengi geðrænna veikinda meðal unglinga og þá sérstaklega kvíða og þunglyndis sem eru algengustu geðrænu veikindin hjá þessum aldurshóp. Skoðaðar eru hverjar afleiðingar kvíða og þunglyndis geta verið á líf unglingsins og samfélagið í heild. Þar ber helst að nefna aukna tíðni sjálfsvíga, brottfalls úr menntaskóla og vímuefnamisnotkun. Tekinn var saman árangur af notkun hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar fyrir unglinga en þar sem mikill vitsmunalegur þroski á sér stað á þessu tímabili er mikilvægt að miða meðferðir fyrir að þörfum hvers og eins. Heimilda var aflað með gagnasöfnunum Cinahl, Scobus, Pubmed og fræðasetur Google. Notast var líka við heimildir úr gagnlegum tímaritsgreinum og bókum.
    Tilgangur samantektarinnar er að benda á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að unglingar þrói með sér kvíða og þunglyndi þar sem afleiðingarnar geta haft alvarleg áhrif á framtíð þeirra. Það er sérstaklega brínt að þeim sé gert auðvelt með að leita sér aðstoðar. Fram kemur að hjúkrunarfræðingar geta tileinkað sér og beitt samtalsmeðferðum fyrir unglinga hvort sem er í skólum, heilsugæslum eða innan spítalans.
    Rannsóknir sem skoðaðar voru fyrir þessa fræðilegu samantekt sýndu fram á algengi kvíða og þunglyndis meðal unglinga og hvaða slæmu afleiðingar þessir sjúkdómar geta haft á líf þeirra. Þær staðfestu nytsemi hugrænnar atferlismeðferðar og iðkunnar núvitundar sem meðferð við geðrænum veikindum hjá unglingum. Einnig bentu þær á mikilvægi þess að efla forvarnir í geðheilbrigðismálum, sérstaklega innan framhaldsskólanna þar sem yfirleitt er auðveldast að ná til unglinganna.
    Lykilorð: Unglingar, kvíði, þunglyndi, hugræn atferlismeðferð, núvitund

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this literary review is to assess the prevalence of mental illnesses among adolescents. Especially anxiety and depression which are the most common mental illnesses in this age group. The implications of anxiety and depression among adolescents are studied and the impact it can have on their lives and society as a whole. The most noticeable implications are increased suicide rate, school dropout and drug abuse. Summary is made about the effectiveness of cognitive behavioural therapy and mindfulness. Resources from Cinahl, Scobus, Pubmed and Google Scholar along with useful magazine articles and books were used.
    The purpose is to point out the importance of preventing the development of anxiety and depression since it could have a great impact on the adolescent’s future. Also it is very important to make the help that the adolescents need more accessible. It is stated that nurses can make use of psychotherapy in schools, health clinics as well as in hospital setting.
    This literature review shows how common both anxiety and depression are among adolescents and the great consequences it can have on their lives. The study confirms the usability of cognitive behavioural treatment and practise of mindfulness as a treatment of mental illnesses for this age group. The study showed the importance of preventive measures within the healthcare system and schools where adolescents are most reachable.
    Keywords: adolescents, anxiety, depression, cognitive behavioural therapy, mindfulness

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSverkefni.pdf230.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna