is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21757

Titill: 
  • Geislaskammtur fósturs í röntgenrannsóknum
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Röntgenrannsóknir eru mikilvægar í nútíma læknisfræði, meðal annars við greiningu ýmissa sjúkdóma. Ófrísk kona getur þurft á röntgenrannsókn að halda á einhverjum tíma meðgöngunnar. Geislaskammtur fósturs á seinasta tímabili meðgöngunnar er meiri en á fyrstu vikunum. Fóstur er viðkvæmara fyrir geislun en fullorðinn einstaklingur vegna þess hve ört frumurnar eru skipta sér. Dæmi um fósturskaða er fósturlát, vansköpun, greindarskerðing, erfðagallar, þroskahömlun eða krabbamein síðar á ævinni. Skemmdir ráðast af því hve mikil geislunin var og á hvaða stigi meðgöngunnar geislunin á sér stað.
    Markmið: Markmið þessa verkefnis var að skoða hver geislun á fóstur í móðurkviði er í stafrænum röntgenrannsóknum. Skoðaður var aðeins geislaskammtur fyrir fyrstu vikur meðgöngunnar, þegar fóstur er mjög lítið.
    Efni og aðferðir: Gerð var kviðarhols rannsókn og lend- og spjaldhryggs rannsókn. Notast var við TLD kristalla staðsetta á legsvæði í mannslíkani til þess að mæla geislun, um leið og hver rannsókn var gerð var notast við flatargeislamæli. Tveir TLD kristallar voru settir í 6 mismunandi hólf í einni sneið í mannslíkani og meðaltal tekið af þeim til þess að fá nákvæmari mælingar. Notast var einnig við PCXMC 2.0 tölvureikniforrit sem áætlar geislaskammt á legsvæði fyrir sömu rannsóknir.
    Niðurstöður: Geislun sem mældist í TLD kristöllunum er 3,5 mGy fyrir kviðarhols rannsókn og 7,5 mGy fyrir lend- og spjaldhryggs rannsókn. Flatargeislamælirinn mældi 4,6 Gycm2 fyrir kviðarhols rannsókn og 10,2 Gycm2 fyrir lend- og spjaldhryggs rannsókn. PCXMC 2.0 forritið áætlaði 2,5 mGy í kviðarhols rannsókn og 5,7 mGy í lend- og spjaldhryggs rannsókn.
    Ályktanir: Erfitt getur verið að meta nákvæmar tölur fyrir geislaskammta á fóstur í móðurkviði. Þrátt fyrir það er hægt að gera ýmsar mælingar og áætla líklegan geislaskammt og meta þannig líkur á fósturskaða. Þeir geislaskammtar sem fengust við þessar rannsóknir eru svipaðir og hafa verið fengnir í öðrum svipuðum rannsóknum. Geislaskammtar á fóstur eru hærri eftir því sem fleiri röntgenmyndir eru teknar og notast er við hærri kV og mA. Út frá niðurstöðunum má því draga þær ályktanir að geislaskammtar á fóstur eru langt undir viðmiðunarmörkunum sem sett hafa verið af ICRP í þessum tveimur rannsóknum. Því eru líkur á einhvers konar fósturskaða hverfandi litlar og engin ástæða til þess að íhuga það að enda meðgöngu vegna geislunar.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgitta Gunnarsdóttir.pdf12.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna