is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21758

Titill: 
  • Andleg líðan kvenna í áhættumeðgöngu. Fræðileg samantekt
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að eitt algengasta heilsufarsvandamál barnshafandi kvenna er andleg vanlíðan á borð við þunglyndi og kvíða. Samkvæmt rannsóknum þjást 9 til 20% kvenna af miklum þunglyndiseinkennum á meðgöngu og 12 til 13% þjást af kvíðaeinkennum. Margar konur upplifa áhyggjur, hræðslu og vanlíðan gagnvart heilsu sinni og/eða barni sínu. Barnshafandi konur hafa helst áhyggjur af fósturmissi, fósturgöllum, heilsu barnsins, gangi fæðingar og daglegu lífi.
    Tilgangur þessarar samantektar var að kanna hvaða áhrif auknir áhættuþættir á meðgöngu hafa á andlega líðan kvenna og þá skoða hvort tíðni þunglyndis- og kvíðaeinkenna, sem og streitu, eykst eða stendur í stað. Áhættuþættir geta verið tengdir núverandi meðgöngu, fyrri meðgöngu eða heilsu móður fyrir meðgöngu, áhættuþættir geta bæði verið af líkamlegum og sálfélagslegum toga. Líkamleg áhætta getur meðal annars verið saga um fyrirburafæðingu, háþrýstingur, sykursýki, hjartasjúkdómar og fleira, dæmi um sálfélagslega áhættu er neysla vímuefna, saga um andlegt eða líkamlegt ofbeldi og geðræn vandamál á borð við þunglyndi, kvíða og geðhvarfasýki.
    Niðurstöður samantektarinnar sýna að stórt hlutfall kvenna í áhættumeðgöngu upplifir vanlíðan, streitu, þunglyndis- og kvíðaeinkenni. Þeim fáu rannsóknum sem hafa verið gerðar á andlegri líðan þessara kvenna ber ekki alveg saman, en þó virðast sterkar vísbendingar fyrir því að allt að helmingur kvenna í áhættumeðgöngu upplifi sterk þunglyndiseinkenni, sem er allt að þrisvar sinnum hærra hlutfall en hjá þunguðum konum sem ekki eru í áhættumeðgöngu.
    Ljósmæður eru afgerandi í umönnun barnshafandi kvenna og eru því í lykilhlutverki til að finna þær konur sem annað hvort eru í hættu á andlegri vanlíðan eða kljást við hana, auk þess að tryggja þessum konum og fjölskyldum þeirra þá umönnun sem þær þurfa á að halda. Hlutverk ljósmæðra er meðal annars að auka skilning tilvonandi mæðra á vandanum, hjálpa þeim að takast á við eigin fordóma, byggja upp traust og styðja við fjölskylduna í heild. Mikilvægt er að hafa sérstaka sérfræðiljósmóður í geðheilsuvernd.
    Lykilhugtök: áhættumeðganga, andleg líðan, þunglyndi, kvíði

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Berglind Birgisdóttir.pdf563.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna