is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21759

Titill: 
  • Verkir og verkjastilling í fæðingu: Viðhorf og upplifun kvenna
Útdráttur: 
  • Umræður um verki og verkjastillingu í fæðingu meðal kvenna geta orðið heitar m.a. á fjöl- og samfélagsmiðlum. Tilgangur með þessu verkefni er að kanna hver viðhorf heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu er til verkja og verkjastillingar í fæðingu, hver verkjaupplifun þeirra er í fæðingu og þætti sem hafa áhrif á viðhorf og upplifun. Til þess var gerð fræðileg samantekt þar sem leitað var að heimildum í gagnagrunnunum PubMed, Scopus, Chinal og víðar. Í samræmi við hversu margþætt viðfangsefnið var fannst fjöldi rannsókna við leitina sem teknar voru með í samantektina.
    Viðhorf og upplifun kvenna af verkjum í fæðingu virðist vera jákvæð. Sýnt hefur verið fram á að menning og venjur í hverju samfélagi, stuðningur frá maka og fæðingarstaður hefur mikið að segja í sambandi við viðhorf og ákvarðanir kvenna í fæðingu. Fjöldi rannsókna styður við þá staðreynd að stuðningur ljósmæðra við konur í barneignaferlinu sé mikilvægur. Algengt er að konur nýti sér utanbastdeyfingu til verkjastillingar í fæðingu en rannsóknir hafa sýnt að það stuðli ekki endilega að því að konan upplifi fæðinguna á jákvæðan hátt, þrátt fyrir minni verkjaupplifun. Undirbúningur á meðgöngu skiptir einnig miklu máli og hafa rannsóknir sýnt að ef konur eru vel undirbúnar og hafa trú á getu sinni til þess að fæða eðlilega og án inngripa er líklegra að það takist.
    Þekking um viðhorf kvenna til verkja og verkjastillingar er mikilvæg fyrir ljósmæður til þess að skilja betur þarfir kvenna. Mikilvæg vinna felst í því að hjálpa konum að takast á við verki í fæðingu sem er hornsteinninn í yfirsetu ljósmæðra. Þær stuðla þannig að því að fæðing verði eðlileg og án læknisfræðilegra inngripa með jákvæðum afleiðingum fyrir konur og börnin þeirra. Mikilvægt er að auka samfellda þjónustu fyrir konur í barneignaferlinu. Einnig mætti fjölga valmöguleikum á fæðingarstöðum.
    Lykilorð: Verkir, verkjastilling, viðhorf, upplifun, áhrifaþættir, eðlileg fæðing.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkir og verkjastilling í fæðingu. Viðhorf og upplifun kvenna..pdf494.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna