is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21763

Titill: 
  • Börn finna líka til : verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkir eru viðamikið og erfitt heilbrigðisvandamál í okkar samfélagi í dag. Þeir eru algengasta ástæða þess að einstaklingar leita til heilbrigðiskerfisins og algengasta hjúkrunargreining sem hjúkrunarfræðingar nota. Verkir eru af lífeðlisfræðilegum uppruna en eru einnig huglægt fyrirbæri þar sem enginn getur lagt fullkomið mat á verki nema einstaklingurinn sjálfur sem upplifir þá. Verkjaupplifun barna er mun flóknari en hjá fullorðnum þar sem hún fer m.a. eftir aldri og vitsmunalegum þroska barna. Á spítölum eru hjúkrunarfræðingar í lykilhlutverki þegar kemur að því að meta verki barna og veita viðeigandi meðferð. Þar sem markvisst verkjamat er grunnurinn að árangursríkri verkjameðferð er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar noti viðeigandi matstæki og haldi verkjaskráningu. Ýmsar leiðir eru í boði í meðferð við verkjum, svo sem verkjalyfjameðferð og óhefðbundnar verkjameðferðir, en besti árangur næst með því að nota meðferðirnar samhliða hverri annarri. Þótt framfarir hafi orðið í meðferð við verkjum barna og verkjamatstæki séu orðin skilvirkari eru vanmeðhöndlaðir verkir hjá börnum stórt vandamál. Hjúkrunarfræðingar spila þar stórt hlutverk og þ.a.l. er nauðsynlegt fyrir þá að vera meðvitaðir og vel upplýstir um þetta vandamál svo hægt sé að auka eftirlit m.t.t. verkjamats og meðferðar barna.
    Í þessari heimildasamantekt er fjallað um verki barna. Tilgangur hennar er að skoða hvað hefur áhrif á verkjaupplifun barna, hvers konar verkjameðferð er hægt að veita og hvort börn eru almennt vel verkjastillt. Einnig er tilgangurinn sá að sýna fram á að hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að verkjamati og meðferð barna. Öll börn upplifa sársauka á einhverjum tímapunkti og í ljósi þess vilja höfundar með þessu verkefni vekja athygli á gildi markvissrar verkjameðferðar og mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar hafi staðgóða þekkingu á verkjum barna, notfæri sér hana og þróist í starfi svo þeir geti veitt þá bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni.
    Niðurstöður okkar benda til þess að börn séu oft á tíðum illa verkjastillt og notkun verkjamatstækja meðal hjúkrunarfræðinga sé ábótavant. Jafnframt mættu hjúkrunarfræðingar taka sig á í skráningu á mati og endurmati á verkjum barna og kynna sér þær fjölmörgu óhefðbundnu meðferðir sem í boði eru.

  • Útdráttur er á ensku

    Pain is an extensive and difficult health problem in our society today. It is the most common reason for individuals seeking health care and the most common nursing diagnosis that nurses use. Pain has physiological origins but is also a subjective phenomenon, which no one can make a complete assessment of, except for the person who experiences it. The experience of pain is much more complicated for children than adults because it depends on children’s age and intellectual development. In hospitals, nurses play a key role in assessing children’s pain and provide appropriate treatment. Systematic pain assessment is the foundation of successful pain management, and therefore it is important that nurses use appropriate pain assessment tools and keep good registration of children’s pain. Various pain treatments are available, such as analgesics and complementary therapies, but the best results are obtained by using the treatments together with each other. Although improvements have been made in children’s pain therapies and assessment tools have become more efficient, untreated pain among children is still a big problem. Nurses play a major role in pain treatment and therefore it is necessary for them to be aware of the importance of accuracy when monitoring children in pain.
    In this literature review, we will discuss children’s pain. Its purpose is to explore what affects children’s experience of pain, what kind of pain treatment can be provided and whether children are generally well treated. The aim is also to show that nurses play an important role when it comes to pain assessment and treatment of children. All children experience pain at some point. Therefore the authors of this summary want to highlight the value of systematic pain management and nurses’ knowledge of children’s pain. Nurses have to use their knowledge and continue to develop in their work so that they can provide the best service available at any given time.
    Our results suggest that children’s pain is often badly treated and the use of pain assessment tools among nurses is inefficient. Furthermore, nurses could improve their registration of assessment and reassessment of children’s pain, as well as study the many complementary therapies that are available today.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn finna líka til.pdf977.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna