ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2177

Titill

Lífsgæði á lokaspretti : líkams- og heilsurækt aldraðra

Útdráttur

Lífsgæði á lokaspretti er Lokaverkefni til B.S.-prófs í íþróttafræði við Kennaraháskóla Íslands / Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um íþróttaiðkun og heilsurækt eldra fólks á Íslandi. Viðfangsefnið er einkum að kynnast möguleikum eldra fólks til líkams- og heilsuræktar. Einnig að varpa ljósi á rannsóknir á líkams- og heilsurækt eldri aldurshópa og niðurstöður þeirra. Þá er fjallað um álit sérfræðinga og iðkenda sjálfra á áhrifum þjálfunar á afkastagetu og heilsutengd lífsgæði eldri borgara.
Verkefnið er unnið sem heimildarmynd um hreyfingu og heilsurækt eldra fólks og því fylgir ítarleg greinargerðp og handrit. Heimsóttir voru fjórir mismunandi hópar, formlegir og óformlegir. Tekin voru viðtöl við á þriðja tug iðkenda, og á annan tug leiðbeinenda, rannsakenda, sérfræðinga og vísindamanna á fræðasviðinu. Unnið er úr upplýsingum sem fram koma í viðtölunum og fjallað um rannsóknir á áhrifum þjálfunar eldri borgara. Einnig er fjallað um rannsóknir sem standa yfir hérlendis á þessu sviði. Myndin Lífsgæði á lokaspretti er ætluð til sýningar í sjónvarpi og unnin í samvinnu við Ríkisútvarpið. Greinargerðin sem fylgir er bæði fræðileg úttekt á verkinu og frekari rökstuðningur við það sem þar kemur fram.

Athugasemdir

Sérfræðiráðgjafar Janus Guðlaugsson og Erlingur Jóhannsson

Samþykkt
7.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lífsgæði lokaútgáfa.pdf1,1MBOpinn Lífsgæði á lokaspretti - heildartexti PDF Skoða/Opna