is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21814

Titill: 
  • Mér var mætt af virðingu og tillitssemi : skjólstæðingsmiðuð endurhæfing fólks með geðrænan heilsufarsvanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skjólstæðingsmiðuð þjónusta hefur samkvæmt rannsóknum gefið góða raun í endurhæfingu fólks með geðrænan heilsufarsvanda. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða reynslu skjólstæðinga af endurhæfingu á Reykjalundi og að hvaða marki hún samræmist skjólstæðingsmiðaðri þjónustu. Rannsóknarspurningin sem gengið er út frá er: Að hvaða marki samræmist reynsla fólks með geðrænan heilsufarsvanda í endurhæfingu á Reykjalundi, meginþáttum skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu? Unnið var úr gögnum frá 30 þátttakendum sem svöruðu spurningalistanum „Reynsla mín af endurhæfingu“ en í honum eru sjö flokkar spurninga sem meta að hvaða marki þjónusta er skjólstæðingsmiðuð. Einstaklingarnir sem tóku þátt áttu það sameiginlegt að tilgreina heilsufarsvanda af sálrænum eða geðrænum toga. Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.
    Þjónusta Reykjalundar mældist skjólstæðingsmiðuð að mörgu leyti. Hún var mest skjólstæðingsmiðuð hvað varðar viðmót og stuðning fagfólksins en minnst skjólstæðingsmiðuð varðandi samskipti við aðstandendur. Fylgni var á milli þess hvernig þátttakendur mátu viðmót og stuðning og þess hvernig þeir mátu grundvallarþættina samfellu, samræmi og árangur þjónustunnar. Marktækur munur kom fram á mati á þjónustunni eftir því hve lengi fólk var í endurhæfingu á þann veg að þeim sem voru lengur fannst þjónustan skjólstæðingsmiðaðri.
    Hægt er að draga þá ályktun af niðurstöðum að starfsemin á Reykjalundi endurspegli að allmiklu leyti grundvallarþætti skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu. Niðurstöður verkefnisins gefa einnig til kynna að þörf sé á frekari rannsóknum ekki síst varðandi aðkomu aðstandenda að endurhæfingu og hvernig sé hægt að efla þann þátt þjónustunnar. Rannsóknir á skjólstæðingsmiðaðri þjónustu og starfsemi á geðendurhæfingarstofnunum eru mikilvægar fyrir framfarir á þessu sviði. Af takmörkunum þessa verkefnis má helst nefna hversu fáir þátttakendurnir voru, eða aðeins 30 talsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has shown that client-centred practice is beneficial for the rehabilitation of mental health service users. The purpose of this thesis is to explore the experience of rehabilitation in Reykjalundur, the largest rehabilitation centre in Iceland, and evaluate to what extent the clients consider it client-centred. The thesis statement is: To what extent is the rehabilitation experience in Reykjalundur client-centred for the mental health service users? 30 clients responded to the “My experience of rehabilitation” questionnaire that includes questions pertaining to the seven domains of client-centred practice. Each participant indicated psychiatric vulnerability as a health concern. The study was descriptive and cross-sectional and the data was analysed by both descriptive and inferential statistics.
    Reykjalundur’s rehabilitation practice proved to be client-centred in many ways. It scored the most client-centred with regard to emotional support and the least client-centred regarding family involvement. Correlation was found between how participants evaluated emotional support and how they evaluated other basic concepts of client-centredness such as continuity, coordination and evaluation of service outcome. There was a significant difference in how participants evaluated the
    client-centredness with regard to how long they received service at Reykjalundur, with those that stayed longer considering the practice more client-centred.
    The results of the study indicate that Reykjalundur’s practice of rehabilitation reflect to a great extent the seven domains of client-centred rehabilitation. The results also suggest that more research is required regarding family involvement and how that element of the practice can be enhanced. Researching client-centred practice is important for the continued development of this essential aspect of rehabilitation. The current study is limited by a small number of participants, 30 in total.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.5.2020.
Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf78.22 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf302.58 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Virding.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna