is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21818

Titill: 
  • Þjónustunýting og viðhorf þolenda kynferðisofbeldis sem leitað hafa til Neyðarmóttöku Landspítalans á árunum 2010-2012
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var annars vegar að skoða þjónustunýtingu þeirra sem leituðu á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum Fossvogi árin 2010 til 2012 og hins vegar að skoða viðhorf þeirra til þjónustunnar sem þeir þáðu. Margir þolendur kynferðisofbeldis leita sér ekki hjálpar á Neyðarmóttökunni. Rannsóknir hafa sýnt að einungis brot þeirra sem leita á móttökuna nýta sér sálfræðiþjónustuna sem þar er í boði og talsvert er um brottfall úr sálfræðimeðferð. Lítið hefur verið skoðað af hverju það stafi. Þá hafa viðhorf til þjónustunnar hefur ekki verið skoðuð áður.
    Þjónustunýting var skoðuð og kannað var hvort munur væri á einkennum þátttakenda eins og aldri, atvinnustöðu og líðan meðal þeirra sem annars vegar þáðu sálfræðiþjónustu og hins vegar þeirra sem afþökkuðu. Einnig var kannað hvort munur væri á aldri ásamt vitundarástandi við brot og vettvangi brots meðal þeirra sem hættu í meðferð annars vegar og þeirra sem luku meðferð hins vegar. Að auki var kannað hvaða þætti þjónustunnar þolendur voru ánægðir með og hvað betur mætti fara. Rannsóknin er forrannsókn stærra verkefnis.
    Þátttakendur voru 29 talsins, allt íslenskar konur. Meðalaldur var 21 ár þegar brot átti sér stað. Gögn voru annars vegar sótt í sjúkraskrár og hins vegar í spurningalista um þjónustunýtingu, lýðfræðilegar upplýsingar og heilsuhegðun, sem sendur var á rafrænu formi til þeirra þolenda sem veitt höfðu til þess leyfi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að nánast allir þátttakendur (93%) þáðu símtal sálfræðings og rúmlega helmingur þeirra kom í viðtal í kjölfarið. Alls 38% þátttakenda þáðu sálfræðimeðferð og af þeim luku 40% meðferð. Yfir helmingur þátttakenda var ánægður með þjónustuna almennt á Neyðarmóttökunni. Margir nefndu þó að biðstofan mætti vera hlýlegri og á afviknari stað. Langflestir (82%) voru ánægðir með sálfræðiþjónustuna og rúmlega 90% þátttakenda myndu mæla með þeirri þjónustu við vini sína. Þó komu fram tillögur um að bjóða upp á annars konar meðferð en boðið er upp á á Neyðarmóttökunni. Vert væri að skoða möguleika eins og netmeðferð, öflugri heimasíðu og fræðslu til þess að auka þjónustunýtingu á Neyðarmóttökunni. Mikilvægt er að halda rannsókninni áfram með fleiri þátttakendum svo hægt sé að álykta frekar um niðurstöður og þar með huga að því hvaða þætti þjónustu Neyðarmóttökunnar skuli bæta og hvaða leiðir sé best að fara til að auka þjónustunýtingu.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug Friðgeirsdóttir.pdf1.81 MBLokaður til...31.12.2135HeildartextiPDF