ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2182

Titill

Skólastjórnun og mótun skólamenningar

Leiðbeinandi
Útdráttur

Í rannsókninni var sjónum sérstaklega beint að áhrifum skólastjóra á mótun skólamenningar í nýjum skólum. Skólastjórar og skólamenning í nýjum skólum voru í brennidepli vegna þess að á þeim aldri stofnunar og því sviði sem hér var skoðað má ætla að séu á ferðinni straumar og ferli sem einkennast af lausnaleit, frumkvæði og lærdómi sem hafa áhrif á skólamenninguna. Spurningarnar sem lágu til grundvallar rannsókninni voru: Hver eru áhrif skólastjóra á mótun skólamenningar nýrra skóla? Á hvaða hátt birtast áhrif skólastjóra á skólamenningu í daglegu starfi skólanna?
Gagna var aflað með eigindlegum rannsóknaraðferðum í þremur skólum sem þá voru allir á þriðja starfsári. Tekin voru einstaklingsviðtöl við skólastjóra þeirra og einnig var skólastjórunum fylgt eftir hluta úr degi. Enn fremur voru tekin einstaklingsviðtöl við tvo kennara og einn starfsmann í hverjum skóla ásamt rýnihópaviðtali í hverjum skólanna. Í rýnihópunum voru bæði kennarar og starfsmenn sem ekki sinna kennslu. Þessu til viðbótar voru gerðar vettvangsathuganir í hverjum skóla og rýnt í útgefið efni þeirra.
Helstu niðurstöður eru að skólarnir geta allir talist framsæknir skólar sem byggja á svipuðum áherslum sem teljast til nýjunga í skólastarfi hér á landi. Skólamenning þeirra einkennist af sveigjanleika, jákvæðni, samvinnu og vinnugleði. Skólastjórarnir standa allir fyrir það sem kallast geta lýðræðislegir stjórnunarhættir; þeir hlusta, hvetja til umræðna, taka þátt í daglegu starfi skólans og dreifa forystu. Í daglegu starfi skólanna gætir áhrifanna í skipulagi skóladagatala og stundaskráa og einnig í uppsetningu og innihaldi námsins. Með sýnileika og aðgengi ásamt því hvernig þeir nýta fundatíma skólanna studdu skólastjórarnir við eigin áherslur í daglegu starfi.
Skólastjórarnir þrír, sem tóku þátt í rannsókninni, fóru hver sína leiðina við að koma eigin áherslum og sýn fyrir í skólastarfinu. Áhrifa skólastjóranna gætir helst í því hvernig þeir velja að koma stuðningi og eftirfylgni við áherslurnar fyrir í starfinu. Þar virðist skipta máli hvort og þá hvernig þeir dreifðu forystu og ábyrgð á starfinu meðal kennara og annarra starfsmanna skólans. Í þessu samhengi virðist það hafa áhrif hvernig skólastjórinn dreifir forystu innan skólans og hvernig hann bindur hana í formlegu stjórnskipulagi hans.

Athugasemdir

M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði

Samþykkt
7.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ingileif_lokin.pdf1,01MBOpinn Skólastjórnun - heildartexti PDF Skoða/Opna