is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21824

Titill: 
  • Upplifun íþróttakvenna á fjölmiðlaumfjöllun : eru íþróttir karla merkilegri en íþróttir kvenna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hver upplifun íþróttakvenna er á íþróttaumfjöllun á Íslandi í dag. Rannsóknir fyrri ára sýna fram á, að það sé gríðarlegt misrétti á milli kynja og virðist það hafa átt sér stað árum saman á Íslandi hvað varðar íþróttaumfjöllun. Karlarnir fá ekki bara margfalt meiri umfjöllun heldur er líka munur á því hvernig er fjallað um þá. Þetta er í takt við allt annað misrétti sem konur hafa þurft að lifa við í gegnum tíðina.
    Til þess að fá innsýn og skilning á því hvernig íþróttakonur upplifa íþróttaumfjöllun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Það voru haldin tvö rýnihópaviðtöl við konur úr liðum í efstu deild kvenna í knattspyrnu og handbolta. Megin niðurstöðurnar úr þessum viðtölum voru þær að íþróttakonurnar eru ekki ánægðar með íþróttaumfjöllun á Íslandi. Umfjöllunin um þær sjálfar væri léleg og um íþróttir kvenna í heild sinni. Þær telja að það gæti verið orsök fyrir skorti á kvenkyns fyrirmyndum fyrir yngri iðkendur sem gæti verið hluti af því að það er meira brottfall hjá stúlkum heldur en drengjum úr íþróttum. Báðum rýnihópunum fannst að fjölmiðlarnir fjölluðu um íþróttir karla eins og þær væru mikilvægari heldur en íþróttir kvenna. Þær sýndu því þó ákveðinn skilning og að það væri ekki aðeins þáttur fjölmiðlanna sem réði þessu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to get an understanding on how women in sports experience sports coverage by the media. Previous research on sport coverage has lead to the conclusion, that there has been a large difference in the sports coverage on men’s sport and women’s sport. Not only do the men get way more coverage than women but there is also a difference in how they are reported. These differences reflect in many ways the discrimination that women have experienced through the history.
    A qualitative approach was used to answer the research question of how women in sport feel about how the media coverage of sports in general and on their sport in particular. Two focus group interviews were conducted with women who play in the top division in football and handball in Iceland. The main conclusion is that sportswomen in Iceland are not happy, neither with the coverage they receive nor with the coverage of women’s sport in general. They point out that the way the media deal with women’s sports could be a reason why girls are more likely to drop out of sports. Women in both focus groups also feel that the media clearly indicate that men’s sports are more important than women’s sports. At the same time however they realize that this is to a large extent the result of forces outside the control of the media and that significant changes are not likely to occur.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun íþróttakvenna á fjölmiðlaumfjöllun.pdf310.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna