is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21834

Titill: 
  • Að lifa með psoriasis : hin víðtæku áhrif psoriasis og meðferðarúrræði með áherslu á lækningamátt Bláa lónsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Psoriasis er langvarandi bólgusjúkdómur í húð sem einkennist af offjölgun keratín fruma og er algengi hans um 2-3% af fólksfjölda. Megintilgangur þessarar heimildarsamantektar var að gera grein fyrir þeim áhrifum sjúkdómsins á heilsu og líðan einstaklinga sem við sjúkdóminn glíma ásamt því að rýna í helstu meðferðarúrræði. Rýnt verður sérstaklega í lækningamátt jarðsjávarins í Svartsengi og þá meðferð við psoriasis sem boðið er uppá í lækningalindinni. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í meðferðinni var skoðuð sérstaklega.
    Psoriasis einkennist af versnun og betrun og hafa erfðir og umhverfi einkum áhrif á framgang hans. Aðaleinkenni sjúkdómsins eru hreistrun, roði og kláði í húð. Einnig geta fylgt stoðkerfiseinkenni í kjölfarið s.s. verkir í liðum og vöðvum, ásamt sinaskeiðabólgum, festumeinum og í mörgum tilfellum liðbólgum sem geta skert hreyfigetu verulega. Þrátt fyrir að aðaleinkenni sjúkdómsins séu líkamleg er talið að sýnileiki sjúkdómsins eigi mestan þátt í sálfélagslegri byrgði hans sem felast í neikvæðum áhrifum á tengslamyndun, félagslega virkni og tilfinningalega líðan. Ekki er til nein lækning við psoriasis og miðast meðferðin við að halda einkennum í skefjum og minnka áhrif þeirra á daglegt líf. Helstu meðferðarúræði eru staðbundin efni sem eru borin á húð hjá einstaklingum með vægari einkenni. Ljósameðferðir og kerfisbundnar meðferðir, meðal annars líftæknilyf, eru notaðar við alvarlegri stigum sjúkdómsins. Í Bláa lóninu er veitt sérhæfð meðferð við psoriasis sem byggist á örverum og virkum líffræðilegum efnum jarðsjávarins. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á meðferðagildi Bláa lónsins og byggjast meðferðir í lækningalindinni á þeim. Lögð er áhersla á þverfaglega meðferð og er meginhlutverk hjúkrunarfræðinga að fylgjast með gangi meðferðar, fræða sjúklinga og aðstandendur og veita heildrænan stuðning.
    Vekja þarf hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir til vitundar um þau víðtæku og heildrænu áhrif sem psoriasis getur haft á einstaklinginn sem og þróun í meðferðarúrræðum. Lækningalindin í Bláa lóninu býður upp á sérhæft, árangursríkt og gagnreynt meðferðarúrræði fyrir psoriasissjúklinga sem er í stöðugri þróun.
    Meginhugtök: Psoriasis, líkamleg og sálfélagsleg líðan, Bláa lónið.

  • Útdráttur er á ensku

    Psoriasis is a chronic inflammatory skin disease that has a hyperproliferation of keratinocyte and approximately 2-3% people have psoriasis. The main aim of this literature review is to gather information about the impact that psoriasis has upon health and well-being and available treatments. The review will also focus on the healing power of the seawater in Svartsengi and the psoriasis treatment that is offered in the Blue Lagoon clinic. The role of nursing in the treatment will be explored in particular.
    Psoriasis is characterized by exacerbations and remission and is considered a genetic disease that is influenced by environmental factors. Strong scientific evidence shows that the disease effect on a persons physical, mental and social health. The main impacts of psoriasis are erythematous scaly plaques and itching. Furthermore, musculoskeletal symptoms are common, for example pain in joints and muscles and commonly arthritis that can cause significant restriction in mobility. Although the main symptoms of psoriasis are physical it is considered that the visibility of the disease has a huge impact of its psychological and social burden. No cure is available for psoriasis and the aim of treatments is control the symptoms and reducing the impacts on patient’ daily lives. The first line therapy for psoriasis is topical treatment for patients with a mild disease. UVB light treatment and systematic treatments including biological medicine, are used when the disease is more severe. The Blue Lagoon is provides a specialized treatment for psoriasis based on the silica and algae in the seawater that are bioactive. Research has shown the therapeutic impacts of the Blue lagoon upon which the current treatment is based. The treatment in the lagoon is multi-disciplinary and nurses’ main role is to monitor the progress of the treatment, educate patients and their family and provide holistic support.
    Nurses and other health care professional must be knowledgeable about the huge impact psoriasis has upon health and well-being as well as available treatment. The Blue lagoon clinic offers effective specialised evidenced based treatment for psoriasis.
    Key word´s: Psoriasis, mental and social health, Blue lagoon.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.6.2017.
Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Bjarnadóttir.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna