is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21854

Titill: 
  • Tengsl skjánotkunar við svefnlengd í úrtaki íslenskra barna á aldrinum 10 til 18 ára
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru tengsl skjátíma við svefnlengd íslenskra barna og unglinga könnuð. Því var spáð að lengri skjátími yfir daginn jafnt sem skjánotkun fyrir háttatíma fylgdi skemmri svefnlengd. Boð um þátttöku í rannsókn var sent til 2032 barna á aldrinum 10 til 18 ára valin af handahófi úr þjóðskrá og alls svöruðu 284 þátttakendur viðeigandi sjálfsmatslistum. Niðurstöður gáfu til kynna að þátttakendur sváfu nægilega lengi á virkum dögum (10 til 12 ára m=8:56, 13 til 15 ára m=8:18) og frídögum (10 til 12 ára m=9:48, 13 til 15 ára m=9:43, 16 til 18 ára m=9:35), fyrir utan unglinga á aldrinum 16 til 18 ára sem sváfu að jafnaði of stutt á virkum dögum (m=7:17). Svefnlengd var töluvert styttri meðal eldri þátttakenda á virkum dögum en var óháð aldri á frídögum. Skjátími var að jafnaði lengri hjá eldri aldurshópum og meirihluti barna notuðu skjá fram að háttatíma sínum. Mat var lagt á tengsl milli skjánotkunar að degi til og svefnlengdar með þrepaskiptri marghliða aðfallsgreiningu þar sem stjórnað var fyrir áhrifum bakrunnsbreyta. Niðurstöður sýndu fram á marktæk tengsl á virkum dögum, svo að hverri aukalegri klukkustund varið fyrir framan skjá fylgdi um fimm mínútna skemmri svefn. Niðurstöður tvíhliða dreifigreiningar leiddu í ljós að ekki var marktækur munur á svefnlengd eftir því hversu langan tíma börn létu líða frá skánotkun að háttatíma sínum. Rannsóknin gefur vísbendingar um að aukinni skjánotkun yfir daginn fylgi skemmri svefnlengd á virkum dögum hjá íslenskum börnum og unglingum og endurtekur hún þar með niðurstöður erlendra rannsókna.

Samþykkt: 
  • 2.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand Psych 2015 _Hanna Bizouerne.pdf844.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða_Cand Psych 2015_ Hanna Bizouerne.pdf161.48 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna