is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21869

Titill: 
  • Lífeðlisleg fæðing. Nálgun, ferli og ávinningur
Útdráttur: 
  • Sjúkdóms- og tæknivæðing fæðingarinnar er ríkjandi þáttur innan barneignarþjónustunnar þrátt fyrir aukna þekkingu á neikvæðum áhrifum óþarfa inngripa í eðlilegt ferli fæðinga. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun og leiðbeiningar um að fækka megi inngripum og stuðla að eðlilegum fæðingum hafa komið út. Hugmyndafræði ljósmæðra byggir á því að fæðing sé lífeðlislegt ferli sem ekki eigi að trufla með inngripum nema nauðsyn beri til.
    Þetta verkefni er fræðileg útttekt á lífeðlisfræði fæðinga með áherslu á þann ávinning sem lífeðlisleg nálgun í fæðingu hefur í för með sér fyrir móður og barn. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er ávinningur lífeðlislegrar nálgunar í fæðingu? Hvaða áhrif geta utanbastsdeyfing og samdráttarörvun haft á lífeðlislegt ferli fæðinga? Hvernig er hægt að styðja við lífeðlislegt ferli fæðinga?
    Rannsóknir benda til þess að ávinningur lífeðlislegrar nálgunar felist í óhindruðu flæði meðgöngu- og fæðingarhormóna sem stuðla að undirbúningi, framgangi fæðingar, verkjastillingu, vernd, brjóstagjöf, virkjun verðlauna- og vellíðunarkerfis heilans og tengslamyndun við barnið. Líkur á blæðingu eftir fæðingu, notkun inngripa og áhalda- og keisarafæðingu minnka og geta til að takast á við verki eykst. Utanbastsdeyfing og örvun samdrátta með lyfjum trufla flæði fæðingarhormónanna og auka líkur á fleiri inngripum. Sömuleiðis virðast koma fram neikvæð áhrif á; brjóstagjöf og líðan móður og taugaþroska og heilsu barna til lengri tíma. Hægt er að styðja við lífeðlislegt ferli fæðinga með því að huga að andrúmslofti og umhverfi fæðinga þar sem þekking, traust, öryggi og ró skipta höfuðmáli.
    Aukin áhersla á lífeðlislegt ferli, nálgun og ávinning gæti verið lykillinn í baráttu gegn sjúkdóms- og tæknivæðingu fæðingarinnar þar sem heilsa og velferð kvenna og barna er í forgrunni.

Samþykkt: 
  • 3.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífeðlisleg fæðing - Nálgun, ferli og ávinningur.pdf473.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna