is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21871

Titill: 
  • "Þú verður bara að bjarga þér sjálfur" : lýsing reyndra hjúkrunarfræðinga á landsbyggðarhjúkrun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Víða erlendis er litið á landsbyggðarhjúkrun sem sérsvið innan hjúkrunar og rannsóknir tengdar sviðinu hafa notið aukinnar athygli síðustu ár. Lítið hefur borið á fræðilegum skrifum um landsbyggðarhjúkrun á Íslandi. Í kjölfar hækkandi lífaldurs koma fleiri til með að þurfa umönnun og meðferð, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Erlendar rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í þjónustu á landsbyggðinni. það er því mikilvægt er að byggja upp þekkingu á landsbyggðarhjúkrun á Íslandi, skapa tækifæri til framhaldsmenntunar landsbyggðarhjúkrunarfræðinga og greina þörf fyrir heilbrigðisþjónustu, til að mæta framtíðar áskorunum.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í störf og hlutverk hjúkrunarfræðinga á meðalstóru landsbyggðarsjúkrahúsi á Íslandi og taka með því fyrsta skef í átt að frekari rannsóknum. Rannsóknarspurningin var: Hver eru meginatriði í lýsingu reyndra hjúkrunarfræðinga á störfum sínum og hlutverki á landsbyggðarsjúkrahúsi? Notuð var fyrirbærafræðileg eigindleg rannsóknaraðferð samkvæmt Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Gögnum var safnað með samtölum við níu reynda hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður rannsóknar og túlkun rannsakanda á rannsóknargögnum var borin undir viðmælendur til að efla trúverðugleika.
    Niðurstöður benda til að landsbyggðarhjúkrunarfræðingar þurfi að hafa víðtæka þekkingu og hæfileika til að starfa sjálfstætt við aðstæður þar sem sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og skortur er á úrræðum og faglegum stuðningi. Vísbendingar eru um að nánd sem skapast á milli hjúkrunarfræðinga og samfélagsins sem þeir þjóna, hafi fjölþætt áhrif á störf þeirra. Viðmælendur lýsa því að hlutverk þeirra sé breiðara en ætla mætti, þegar kemur að því að mæta þjónustuþörf íbúa og vegna þeirrar skörunar sem myndast á milli ólíkra fagstétta. Viðmælendur lýstu því jafnframt að starfið væri tilfinningalega krefjandi, ekki sýst sökum nándar. Rannsóknin gefur vísbendingar um hversu flóknu hlutverki landsbyggðarhjúkrunarfræðingar gegna og undirstrikar þörf á frekari rannsóknum.

  • Útdráttur er á ensku

    In many countries rural nursing is viewed as a separate field within nursing practice; however, this is not the case in Iceland, where research related to nursing in rural community settings is scarce. Increasing life expectancy results in more need of health care, in urban and rural communities. International studies have revealed that nurses play a key role in rural health care. Therefore it is essential to build a knowledge-base of the rural nursing practice in Iceland, develop educational opportunities for rural nurses and determine the need for health care, so we can meet future challenges.
    The purpose of the study was to gain insight into the work and role of nurses in rural hospitals in Iceland. The research question was: „ how do experienced nurses describe their role and practice in rural hospitals? “. The methodology of the study is based on the Vancouver school of doing phenomenology. Data was collected through interviews with nine experienced nurses working in medium sized rural hospitals in Iceland. Participants were consulted about the interpretation of data and conclusions to ensure credibility of the research.
    Results indicate that rural nurses need to have extensive knowledge and skills to be able work independently in situations where the patient group is diverse and there is a lack of resources and professional support. Results further indicate that social intimacy between nurses and the community they serve has an impact on most aspects of their practice. Study participants describe a broad role when it comes to meeting different needs for care and their scope of practice overlaps with other professions. The participant also describe their work as emotionally demanding due to social intimacy. These findings suggests that further research is needed.

Samþykkt: 
  • 3.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þú verður bara að bjarga þér sjálfur_meistararitgerð_2015.pdf926.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna