is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21874

Titill: 
  • Skimun fyrir sárasótt á meðgöngu. Fræðileg úttekt
Útdráttur: 
  • Sárasótt er kynsjúkdómur af völdum bakteríunnar Treponema pallidum. Sjúkdómurinn skiptist í fyrsta stigs sárasótt, annars stigs sárasótt, duldna sárasótt og þriðja stigs sárasótt. Þunguð kona getur smitað ófætt barn sitt af sjúkdómnum og kallast það meðfædd sárasótt. Sjúkdómnum geta fylgt alvarlegar afleiðingar, sé hann ekki meðhöndlaður. Síðastliðin ár hafa fáeinir einstaklingar greinst með sárasótt á hverju ári. Frá árunum 2000-2013 greindust 46 einstaklingar með sjúkdóminn, 34 karlmenn og 12 konur. Hinsvegar varð aukning á smitum, árið 2014 og greindust 24 einstaklingar með sárasótt, flestir þeirra karlmenn.Eru karlmenn sem stunda kynlíf með körlum sérstakur áhættuhópur að þessu leyti.
    Mæðravernd býður konum skimun fyrir sárasótt í fyrstu skoðun á meðgöngu. Ef meðferð er hafin eins fljótt og unnt er fyrir 24. viku meðgöngu er hægt að fyrirbyggja smit til fóstursins. Tíðni með-fæddrar sárasóttar á Íslandi er engin. Kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið vegna skimunnar er um það bil 11.000.000 kr. á ári.
    Tilgangur þessarar fræðilegu úttekar var að skoða sárasótt á meðgöngu og svara þremur rannsóknarspurningum. Þær snúa að eðli sjúkdómsins, tilgangi þess að skima fyrir sárasótt á meðgöngu oghvort það sé kostnaðarlega réttlætanlegt í ljósi lágrar tíðni sjúkdómsins hér á landi. Rannsókna var leitað í gagnagrunnum og á vefsíðum faglegra samtaka og stofnana.
    Niðurstöður fræðilegu úttektarinnar leiddu í ljós að sárasótt getur valdið varanlegum skaða ef ómeðhöndluð. Afleiðingar geta verið fyrirburafæðing, fósturlát, vansköpun, heyrnaskerðing og andvanafæðing. Rannsóknir sýna að mæðravernd leikur lykilhlutverk þegar kemur að forvörnum gegn meðfæddri sárasótt. Flestum rannsóknum ber saman um að skimun sé fjárhagslega hagkvæm, jafnvel í löndum þar sem tíðni sjúkdómsins er lág.
    Lykilorð: Sárasótt, meðfædd sárasótt, skimun, mæðravernd, kostnaður.

Samþykkt: 
  • 3.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skimun fyrir sárasótt á meðgöngu.pdf410.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna